Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:35 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, braut lög við skipan dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm „Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
„Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18