Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 17:48 Hildur Lilliendahl. Vísir/Stefán Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Stofnun Árna Magnússonar, RÚV og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, stóðu fyrir kosningu á orði ársins 2017 á dögunum. Kosningu lauk í gær og var það orðið epalhommi sem hlaut flest atkvæði. Orðin leyndarhyggja, þyrilsnælda, falsfrétt, uppreist, örplast, hægvarp, líkamsvirðing, áreitni og innviðauppbygging komu einnig til greina. Hildur Lilliendahl notaði orðið fyrst þann 7. mars á þessu ári, þegar skrifaði um Sindra Sindrason fréttamann á Stöð 2. Segir í tilkynningu um valið: „Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi tilvist 6. mars 2017. Tara Margrét sagði að maður í forréttindastöðu, eins og Sindri, gæti ekki sett sig í spor fólks í jaðarhópum sem verður fyrir fordómum annarra. Sindri taldi þá upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð á samfélagsmiðlum og meðal annars talaði Hildur Lilliendahl Viggósdóttir um kúgaða, hvíta, ófatlaða epalhommann og þar birtist orðið fyrst. Daginn eftir, 7. mars, birtist opnuauglýsing frá versluninni Epal í dagblöðum. Auglýsingin er einfaldlega mynd af sex þekktum hommum í verslun Epals og er hún án orða. Hér á vel við orðtakið þeir skilja sem vilja því að með þessari orðlausu auglýsingu var merkingu orðsins epalhommi snúið við. Það var sett fram í niðrandi merkingu en snúið upp í jákvæða. Í íslenskri nútímamálsorðabók á gáttinni málið.is er epalhommi sagt merkja samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun.“ Þess má geta að fyrr á árinu minnti Hildur á það á Twitter að hún hafi verið fyrst til að nota orðið epalhommi. Minni mildilega á þegar orð ársins verður valið að ég á bæði epalhommi og KÞBAVD — Hildur ♀ (@hillldur) May 25, 2017 Sindri óskaði Hildi til hamingju með orð ársins á Facebook í dag og óskaði hún honum til hamingju sömuleiðis.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30 Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Upphlaup ársins: Tíu þúsund kall, ísréttur eða vaffla og stóra kjólamálið Íslendingar verða kannski seint þekktir fyrir það að vera blóðheitir. Engu að síður verðum við stundum mörg hver dálítið æst yfir fréttamálum líðandi stundar. 30. desember 2017 11:30
Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur í vikunni hefur verið á milli tannanna á fólki. 10. mars 2017 16:00