Aðsókn í Sundhöllina fjórfaldaðist eftir endurbætur Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2018 12:45 Rúmlega 1.400 manns heimsóttu Sundhöllina á dag í desember eftir að hún var opnuð á ný. Vísir/Kolbeinn Tumi Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn. Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Um fjörutíu þúsund manns lögðu leið sína í Sundhöllina eftir endurbætur fyrsta mánuðinn eftir að hún opnaði. Það eru fjórfalt fleiri en hafa sótt laugina að meðaltali í desember. Stefnt er að frekari endurbótum á upprunalegu byggingunni á þessu ári.Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina var tekin í notkun 3. desember. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar sem sér um rekstur sundlauganna, segir að aðsóknin þennan fyrsta mánuð hafi verið töluvert yfir væntingum. „Laugin var opin á nýársdag og það var nánast uppselt í hana allan daginn,“ nefnir hann til dæmis. Fyrir endurbæturnar höfðu aldrei fleiri en 11.000 gestir komið í Sundhöllina í desembermánuði. Steinþór segir að nú í desember hafi um 40.000 manns komið þangað. Rúmlega 1.400 manns komu því í Sundhöllina að meðaltali á dag í desember. Til samanburðar komu um 45.000 gestir í Laugardalslaugina í mánuðinum. Til frekari samanburðar jókst aðsókn í Vesturbæjarlaug um sjö þúsund manns í einum mánuði á milli ára þegar laugin opnaði eftir endurbætur.Gætu þurft að opna gamla kvennaklefann afturÚtlit er fyrir frekari framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári. Steinþór segir að miðað við aðsóknina nú þurfi líklega að opna aftur gömlu kvennaklefana sem var lokað þegar framkvæmdirnar hófust. Til þess þurfi að taka þá í gegn og endurnýja. „Það var erfitt aðgengi fyrir konur, niður og upp þröngan stiga til að komast í laugina. Það hentaði ekki öllum,“ segir hann. Aðstaða fyrir konur er nú í nýrri viðbyggingu. Vegna aðsóknarinnar hefur á stundum verið erfitt fyrir alla að komast að sem vilja þennan fyrsta mánuð. Steinþór segir að þó að mikil umferð hafi verið um laugina þá hafi allt gengið að mestu leyti upp. Ekki sé mikið pláss fyrir frekari stækkun á aðstöðunni. „Laugin er ný og þetta er nú kannski að einhverju leyti nýjabrumið þannig að það gæti komist jafnvægi á. Við erum allavegana ekki byrjuð að horfa til þess að stækka mikið eftir einn mánuð,“ segir Steinþór kíminn.
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00 Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Búa sig undir mikla aðsókn Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur þann 3. desember þegar glæsilegt útisvæði verður vígt. 17. nóvember 2017 16:00
Sundhöll Reykjavíkur opnaði aftur í dag Sundgestur sem sótti laugina í sjötíu og eitt ár segir Sundhöll Reykjavíkur mesta dásemdar- eða draumastað sem til er 3. desember 2017 20:00