Hætt við flugelda á þrettándagleði eftir trylling á nýársnótt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2018 09:15 Stjörnuljós verða að duga á þrettándabrennu Kjósarhrepps. vísir/anton brink „Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent