Fimm trend sem verða vinsæl árið 2018 Ritstjórn skrifar 2. janúar 2018 19:30 Louis Vuitton, Fenty Puma Glamour/Getty Nýtt ár, ný trend! Það er alltaf eitthvað til að hlakka til. Vorlínurnar hjá tískuhúsunum voru margar hverjar mjög spennandi og fallegar, og höfum við tekið saman fimm trend sem verða væntanlega mjög vinsæl á þessu ári. Íþróttir og þægindiÍþróttaskór og íþróttaföt er ekki nýtt af nálinni, en er hins vegar ekki á leiðinni neitt á næstunni. Þröngir íþróttagallar að hætti Fenty Puma munu koma sterkir inn, sem og hjólabuxur, sem við erum nú reyndar aðeins gagnrýnar á. Við spáum því hins vegar að Louis Vuitton strigaskórnir verði einir vinsælustu skór vorsins. Valentino, BurberryMjög stórir eyrnalokkarEnga minnimáttarkennd, því stærri eyrnalokkar því betri. Hvort sem það eru diskó-kúlur eins og hjá Valentino, eða mjög skrautlegir að hætti Burberry, eyrun eiga að fá að njóta sín í vor. Prada, PreenSokkarOkkur finnst þetta trend einstaklega skemmtilegt, þar sem við getum strax farið að nota þetta. Sokkar við fína skó sást á fjölmörgum tískupöllum frá Prada, Preen og Erdem. Passaðu bara að sokkarnir og skórnir passi vel saman, svo þetta líti út eins og þetta sé allt út hugsað, en hafir ekki gleymt að fara úr sokkunum. Miu Miu, BalenciagaÖllu blandað saman Engar reglur lengur, heldur fara allir litir, áferðir og mynstur í sama pokann. Því meira því betra, engu er hægt að ofgera þegar kemur að þessu trendi. Acne Studios, Calvin KleinGlansHinn silki - og satínklæddi kúreki Calvin Klein hefur vakið mikla athygli og verður gríðarlega vinsælt þegar líða fer á vorið. Glansandi satínbuxur er líka eitthvað sem kjörið er að setja á óskalistann, eins og þessar mintugrænu frá Acne Studios. Mest lesið Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Jane Birkin biður Hermés að endurnefna Birkin töskuna Glamour
Nýtt ár, ný trend! Það er alltaf eitthvað til að hlakka til. Vorlínurnar hjá tískuhúsunum voru margar hverjar mjög spennandi og fallegar, og höfum við tekið saman fimm trend sem verða væntanlega mjög vinsæl á þessu ári. Íþróttir og þægindiÍþróttaskór og íþróttaföt er ekki nýtt af nálinni, en er hins vegar ekki á leiðinni neitt á næstunni. Þröngir íþróttagallar að hætti Fenty Puma munu koma sterkir inn, sem og hjólabuxur, sem við erum nú reyndar aðeins gagnrýnar á. Við spáum því hins vegar að Louis Vuitton strigaskórnir verði einir vinsælustu skór vorsins. Valentino, BurberryMjög stórir eyrnalokkarEnga minnimáttarkennd, því stærri eyrnalokkar því betri. Hvort sem það eru diskó-kúlur eins og hjá Valentino, eða mjög skrautlegir að hætti Burberry, eyrun eiga að fá að njóta sín í vor. Prada, PreenSokkarOkkur finnst þetta trend einstaklega skemmtilegt, þar sem við getum strax farið að nota þetta. Sokkar við fína skó sást á fjölmörgum tískupöllum frá Prada, Preen og Erdem. Passaðu bara að sokkarnir og skórnir passi vel saman, svo þetta líti út eins og þetta sé allt út hugsað, en hafir ekki gleymt að fara úr sokkunum. Miu Miu, BalenciagaÖllu blandað saman Engar reglur lengur, heldur fara allir litir, áferðir og mynstur í sama pokann. Því meira því betra, engu er hægt að ofgera þegar kemur að þessu trendi. Acne Studios, Calvin KleinGlansHinn silki - og satínklæddi kúreki Calvin Klein hefur vakið mikla athygli og verður gríðarlega vinsælt þegar líða fer á vorið. Glansandi satínbuxur er líka eitthvað sem kjörið er að setja á óskalistann, eins og þessar mintugrænu frá Acne Studios.
Mest lesið Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Karlie Kloss verður þáttastjórnandi í nýrri sjónvarpsseríu Glamour Balmain var vinsælasta merkið á tískuvikunni í París Glamour Börn ritstjóra Vogue trúlofuð Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Tískuljósmyndarinn Kári Sverriss opnar heimasíðu Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour Umhverfis jörðina með 50 varalitum Glamour Bella Hadid og The Weeknd hittust enn og aftur á tískupallinum Glamour Jane Birkin biður Hermés að endurnefna Birkin töskuna Glamour