Tæp 5 prósent starfsmanna hafa upplifað kynferðislega áreitni af hálfu sjúklinga Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2018 16:10 Könnunin var send í tölvupósti til 1.000 starfsmanna Landspítala sem valdir voru af handahófi Vísir/Vilhelm Einn af hverjum fimm starfsmönnum Landspítalans segjast hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings á síðustu 12 mánuðum. Þrettán prósent hafa orðið fyrir slíkri hegðun af hálfu samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða örkönnunar starfsmanna Landspítalans á óæskilegri hegðun sem gerð var í desember síðastliðnum. Sex prósent svarenda segjast hafa orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns og þrjú prósent af hálfu stjórnenda. Tæp 7% svarenda segjast hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni af hálfu sjúklings og 3% af hálfu samstarfsmanns. Kynferðisleg áreitni er oftast upplifuð af hálfu sjúklinga, eða af 4,7% svarenda, en tæp 2% segjast hafa upplifað kynferðislega áreitni af hálfu samstarfsmanns á síðustu 12 mánuðum. Í könnuninni var einnig spurt um starfsánægju og mælist hún nú 4,1 sem bendir til jákvæðrar þróunar. Loks var spurt um inntak samskiptasáttmála og var mjög áberandi að fólk kallar eftir samskiptum sem einkennast af virðingu. Könnunin var send í tölvupósti til 1.000 starfsmanna Landspítala sem valdir voru af handahófi. Spurt var um upplifun fólks af tiltekinni hegðun samstarfsmanna og sjúklinga, ásamt spurningu um starfsánægju og opnum spurningum um samskiptasáttmála.Í tilkynningu frá Landspítalanum er vitnað í pistil Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, þar sem hann sagði að vinnustaðir þurfi að uppræta hegðun sem þessa úr sínu umhverfi. Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira
Einn af hverjum fimm starfsmönnum Landspítalans segjast hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings á síðustu 12 mánuðum. Þrettán prósent hafa orðið fyrir slíkri hegðun af hálfu samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða örkönnunar starfsmanna Landspítalans á óæskilegri hegðun sem gerð var í desember síðastliðnum. Sex prósent svarenda segjast hafa orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns og þrjú prósent af hálfu stjórnenda. Tæp 7% svarenda segjast hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni af hálfu sjúklings og 3% af hálfu samstarfsmanns. Kynferðisleg áreitni er oftast upplifuð af hálfu sjúklinga, eða af 4,7% svarenda, en tæp 2% segjast hafa upplifað kynferðislega áreitni af hálfu samstarfsmanns á síðustu 12 mánuðum. Í könnuninni var einnig spurt um starfsánægju og mælist hún nú 4,1 sem bendir til jákvæðrar þróunar. Loks var spurt um inntak samskiptasáttmála og var mjög áberandi að fólk kallar eftir samskiptum sem einkennast af virðingu. Könnunin var send í tölvupósti til 1.000 starfsmanna Landspítala sem valdir voru af handahófi. Spurt var um upplifun fólks af tiltekinni hegðun samstarfsmanna og sjúklinga, ásamt spurningu um starfsánægju og opnum spurningum um samskiptasáttmála.Í tilkynningu frá Landspítalanum er vitnað í pistil Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, þar sem hann sagði að vinnustaðir þurfi að uppræta hegðun sem þessa úr sínu umhverfi.
Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Sjá meira