Gestir taka himingeiminn með sér heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:45 Katrín og Lukas búa í Þýskalandi og halda til síns heima strax eftir helgi en verða í Nýlistasafninu við opnun sýningarinnar í dag og svo í listamannaspjalli á sunnudaginn. Vísir/Vilhelm Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa. Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar blaðamann ber að garði í Nýlistasafninu er myndlistarfólkið Katrín Agnes Klar og Lukas Kinderman í óða önn að hengja upp plaköt á stóran vegg og mynda með þeim sérstakt mynstur. Becky Forsythe sýningarstjóri leggur línurnar. „Grunnurinn að þessu verki er ljósmynd sem ég tók skýjum ofar á flugi milli Íslands og Þýskalands,“ segir Katrín brosandi og bendir á að plakötin verði líka í stöflum á gólfinu til reiðu fyrir gesti sem vilja taka brot af himingeimnum með sér heim. Myndir Lukasar eru enn í stöflum upp við vegg, þær líkjast vefnaði, þar sem uppistaða og ívaf mynda ólík mynstur. Allt eru það prentverk. Auk þess er hann með þrívíddarlíkön af ýmsum hlutum, meðal annars einum grip úr geimnum. Distant Matter útleggst sem Fjarlægt efni og í sýningunni er unnið með fjarlægðir í víðum skilningi orðsins. Katrín og Lukas eru par. Þau búa og starfa í München í Þýskalandi en Katrín er dóttir Ingu Ragnarsdóttur, myndlistarkonu og fararstjóra, og hefur verið viðloðandi Ísland frá fyrstu tíð. Lukas er þýskur en er orðinn lunkinn í íslenskunni líka enda kveðst hann oft hafa komið til landsins síðustu tíu ár, eða frá því þau Katrín kynntust. „Við vorum í sama listaháskóla í Þýskalandi og hittumst þar,“ segir hann brosandi. „Það heitir Media-myndlist sem við lærðum, þá aðallega nýmiðlunarlist, vídeó og svoleiðis en nú erum við bæði mikið að vinna í alls konar prenttækni og í verkum sem snúast dálítið um miðlunina sjálfa,“ botnar Katrín. Þau segjast bæði hafa alist upp við myndlist heima fyrir og þar hafi brautin verið lögð á vissan hátt. Katrín og Lukas hafa sýnt víða í Evrópu, ýmist saman eða með öðrum en er Distant Matter þeirra fyrsta sýning hér á landi? „Fyrsta stóra sýningin,“ segir Katrín. „Við vorum með litla sýningu á Seyðisfirði 2014 og meðal gesta þar var Becky Forsythe sýningarstjóri, eftir það kviknaði hugmyndin hjá henni um að fá okkur hingað í Nýlistasafnið. Undanfarið höfum við verið í þéttu sambandi við hana við að velja verkin.“ Distant Matter verður opnuð í dag í Nýlistasafninu, Marshallhúsinu, milli klukkan 17 og 19. Á sunnudaginn klukkan 14 verður gestum boðið upp á ókeypis leiðsögn og spjall um sýninguna ásamt listamönnunum og sýningarstjóranum. Síðan munu þau Katrín og Lukas rjúka aftur út til Þýskalands til sinna starfa.
Menning Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira