Þolir líkaminn að fasta? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 19. janúar 2018 10:00 Jóhanna E. Torfadóttir næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Heilbrigðir fullorðnir einstaklingar þola vel að vera án matar í 10-12 tíma, frá kvöldmat og þar til vaknað er næsta dag. Líkaminn stýrir magni glúkósa í blóðinu til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Við geymum birgðir af glúkósa í formi glýkógens í vöðvum og lifur. Ef við fáum engar hitaeiningar með fæðunni þá endast þessar birgðir í um það bil einn til tvo daga. Hversu hratt þær klárast er þó háð hreyfingu, mataræði fyrir svelti, líkamsþyngd og líkamlegu formi (einstaklingur sem æfir mikið getur geymt meira glýkógen en sá sem hreyfir sig lítið). Þegar glúkósabirgðirnar eru búnar fer líkaminn að nota fitu úr fituvefnum og amínósýrur úr vöðvum og líffærum sem orkugjafa til að halda blóðsykrinum innan ákveðinna marka. Líkaminn getur svo búið til ketóna úr fituvef sem heilinn notar sem orkugjafa í stað glúkósa ef þess er þörf. Það að takmarka orkuinntöku verulega eða neita sér algerlega um fæðu yfir lengri tíma eða nokkra daga veldur því að líkaminn hægir á öllum efnaskiptum til að reyna að ganga minna á vöðvamassann. Tíminn á milli þess sem viðkomandi fastar skiptir líka máli en þá er ákveðin hætta á ofáti. Sumir nota styttri föstur eða orkutakmörkun til dæmis tvo mismunandi daga í viku til að reyna að léttast, sem ætti að virka ef borðað er hóflega þess á milli. Enn skortir þó langtíma rannsóknir á heilsufarsáhrifum þess að fasta reglulega, umfram það sem gerist við nætursvefn. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið
Heilbrigðir fullorðnir einstaklingar þola vel að vera án matar í 10-12 tíma, frá kvöldmat og þar til vaknað er næsta dag. Líkaminn stýrir magni glúkósa í blóðinu til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Við geymum birgðir af glúkósa í formi glýkógens í vöðvum og lifur. Ef við fáum engar hitaeiningar með fæðunni þá endast þessar birgðir í um það bil einn til tvo daga. Hversu hratt þær klárast er þó háð hreyfingu, mataræði fyrir svelti, líkamsþyngd og líkamlegu formi (einstaklingur sem æfir mikið getur geymt meira glýkógen en sá sem hreyfir sig lítið). Þegar glúkósabirgðirnar eru búnar fer líkaminn að nota fitu úr fituvefnum og amínósýrur úr vöðvum og líffærum sem orkugjafa til að halda blóðsykrinum innan ákveðinna marka. Líkaminn getur svo búið til ketóna úr fituvef sem heilinn notar sem orkugjafa í stað glúkósa ef þess er þörf. Það að takmarka orkuinntöku verulega eða neita sér algerlega um fæðu yfir lengri tíma eða nokkra daga veldur því að líkaminn hægir á öllum efnaskiptum til að reyna að ganga minna á vöðvamassann. Tíminn á milli þess sem viðkomandi fastar skiptir líka máli en þá er ákveðin hætta á ofáti. Sumir nota styttri föstur eða orkutakmörkun til dæmis tvo mismunandi daga í viku til að reyna að léttast, sem ætti að virka ef borðað er hóflega þess á milli. Enn skortir þó langtíma rannsóknir á heilsufarsáhrifum þess að fasta reglulega, umfram það sem gerist við nætursvefn.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið