Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:30 McKayla Maroney á frægri mynd með Obama. Vísir/Getty McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira
McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Sjá meira