Sál manneskjunnar á hjara veraldar Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:15 Þuríður Blær sýnir sannkallaðan stjörnuleik í hlutverki stráksins, að mati dómarans. Mynd/Grímur Bjarnason Íslendingar hafa sjóinn og snjóinn í blóðinu eftir árhundraða baráttu við grimm náttúruöflin. Listin að lifa í slíku umhverfi er ærið og langt verkefni sem endar ekki endilega með dauðanum heldur tekur næsta kynslóð við. Borgarleikhúsið frumsýndi nú á fimmtudaginn Himnaríki og helvíti í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar. Þar er á ferðinni saga af ónefndum strák í leit að lífinu og sjálfum sér á hjara veraldar. Bækurnar þrjár spanna um þúsund blaðsíður og verk Bjarna því gríðarlegt enda um margar persónur að ræða og sjónarhorn bókanna flókið. Þarna liggur einn höfuðgalli leikgerða: Persónur fá ekki pláss til að þróast nægilega því söguþráðurinn verður að komast til skila. Sem dæmi verður Bárður aldrei almennilega til og ferðalag stráksins strax þar á eftir nær ekki að skila þeirri örvilnun sem drífur hann áfram. En inn á milli koma sterkir kaflar og hluti tvö þar sem þrenning þarf að koma látinni konu yfir snævi þakta heiði ber af í þeim efnum. Í Himnaríki og helvíti sýnir Þuríður Blær þá miklu og sjaldgæfu hæfileika sem hún geymir og ber sýninguna alla á baki sínu í hlutverki hins ónefnda stráks. Frammistaða hennar er ein sú besta á leikárinu og einkar hugvitsamlegt að setja hana í þetta hlutverk. Hún púslar saman persónuleika drengs sem berst við að finna sinn stað í lífinu af skynsemi og þroska. Henni til stuðnings er stór og sterkur leikhópur. Fremst í flokki fer Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki kvenskörungsins Geirþrúðar sem tekur strákinn undir sinn verndarvæng og Margrét leikur af miklu öryggi. Sigrún Edda fær ekki úr eins góðum hlutverkum að spila en gerir mjög vel úr litlu, list sem leikkonur hafa þurft að temja sér alltof lengi. Birna Rún fer með hlutverk kvennanna tveggja sem togast á um hjarta stráksins og dregur upp fíngerða mynd af þeim báðum. Katla Margrét leikur fanggæsluna Andreu af næmni og er upp á sitt besta hér. Bergur Þór er gríðargóður sem hinn þöguli Jens og gefur þessum manni bæði sál og húmor. Valur Freyr nýtur sín best í hlutverki Friðriks þó að persónan sjálf sé frekar tvívíð. Nýliðinn Haraldur Ari stendur sig vel í litlum hlutverkum en er enginn greiði gerður að þurfa að glíma við hlutverk hins aldraða og blinda Kolbeins þó að hann geri sitt besta. Dvöl Hannesar Óla í Borgarleikhúsinu hefur gert honum gott, hann vex með hverri sýningu og sýnir tilfinningalega breidd sína sem hinn einfaldi Hjalti. Ef fram heldur sem horfir má búast við miklu af honum. Björn byrjar sýninguna vel í hlutverki Bárðar en sést síðan lítið það sem eftir lifir kvöldsins. Egill Heiðar Anton Pálsson er einn af mest spennandi leikstjórum landsins og ávallt fagnaðarefni þegar hann leikstýrir hér á landi. En leikstjórnin á við sama galla að stríða og handritið. Stundum hittir nálgun Egils Heiðars þráðbeint í mark en öðrum stundum er skotið langt fram hjá líkt og í senunni þar sem landpósturinn og strákurinn leita skjóls hjá bóndanum Birni, hún virðist hreinlega ókláruð. Oft er líka mikill erill á sviðinu þannig að orð fjúka út í veður og vind. Það virkaði vel uppi á heiðinni en ekki alltaf á prammanum í Plássinu. Textanum verður að treysta, sömuleiðis áhorfendum og sama lausnin virkar ekki alltaf. Egill Ingibergsson sér um leikmyndina að þessu sinni en sú góða ákvörðun var tekin að íþyngja ekki framvindunni með þungri sviðsmynd heldur frekar að láta hana flæða um sviðið í formi segldúka, pramma og færanlegs baktjalds. Sumar lausnirnar, eins og bátsferðin örlagaríka í byrjun, eru virkilega vel útfærðar en að skipta út líkkistu fyrir orgel í öðrum hluta er hreinlega óþarfi. Teikningar Þórarins Blöndal dýpka sviðsmyndina fagurlega. Í heildina eru búningar Helgu I. Stefánsdóttur afbragðsgóðir því erfitt er að gera þessa brúnu og gráu litapallettu spennandi áhorfs. Henni og Árdísi Bjarnþórsdóttur fatast þó flugið í sumum leikgervunum því skegg karlmannanna voru heldur tjásuleg. Mikill fengur er í Hjálmari H. Ragnarssyni tónskáldi sem semur hljóðheim verksins af kostgæfni. Kalla má það kraftaverk að skáldskapurinn hafi hreinlega orðið til og lifað af á okkar litla skeri, að hið ljóðræna í manneskjunni hafi ekki drukknað í salti og súrmat. Himnaríki og helvíti er óður til fólksins sem byggði þetta samfélag, það góða og slæma. Aðdáendur Jóns Kalmans verða ekki sviknir af sýningunni og flæði hennar endurspeglar höfundarverk hans lipurlega en skáldskapur af þessu tagi er samt alls ekki allra. Sýningin er kannski löng en hún er alls ekki langdregin þó að senurnar séu misgóðar og Þuríður Blær er aðalástæðan.Niðurstaða: Köflótt sýning þar sem Þuríður Blær sýnir sannkallaðan stjörnuleik. Leikhús Menning Tengdar fréttir Hann er kominn af draumum, kominn af himni Með sýningunni Himnaríki og helvíti gefur Borgarleikhúsið fólki nýtt færi á að upplifa hinn ríka hugarheim sem Jón Kalman skapaði í Vestfjarðabókunum. Egill Heiðar leikstjóri lýsir glímunni við verkið. 11. janúar 2018 10:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Íslendingar hafa sjóinn og snjóinn í blóðinu eftir árhundraða baráttu við grimm náttúruöflin. Listin að lifa í slíku umhverfi er ærið og langt verkefni sem endar ekki endilega með dauðanum heldur tekur næsta kynslóð við. Borgarleikhúsið frumsýndi nú á fimmtudaginn Himnaríki og helvíti í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar. Þar er á ferðinni saga af ónefndum strák í leit að lífinu og sjálfum sér á hjara veraldar. Bækurnar þrjár spanna um þúsund blaðsíður og verk Bjarna því gríðarlegt enda um margar persónur að ræða og sjónarhorn bókanna flókið. Þarna liggur einn höfuðgalli leikgerða: Persónur fá ekki pláss til að þróast nægilega því söguþráðurinn verður að komast til skila. Sem dæmi verður Bárður aldrei almennilega til og ferðalag stráksins strax þar á eftir nær ekki að skila þeirri örvilnun sem drífur hann áfram. En inn á milli koma sterkir kaflar og hluti tvö þar sem þrenning þarf að koma látinni konu yfir snævi þakta heiði ber af í þeim efnum. Í Himnaríki og helvíti sýnir Þuríður Blær þá miklu og sjaldgæfu hæfileika sem hún geymir og ber sýninguna alla á baki sínu í hlutverki hins ónefnda stráks. Frammistaða hennar er ein sú besta á leikárinu og einkar hugvitsamlegt að setja hana í þetta hlutverk. Hún púslar saman persónuleika drengs sem berst við að finna sinn stað í lífinu af skynsemi og þroska. Henni til stuðnings er stór og sterkur leikhópur. Fremst í flokki fer Margrét Vilhjálmsdóttir í hlutverki kvenskörungsins Geirþrúðar sem tekur strákinn undir sinn verndarvæng og Margrét leikur af miklu öryggi. Sigrún Edda fær ekki úr eins góðum hlutverkum að spila en gerir mjög vel úr litlu, list sem leikkonur hafa þurft að temja sér alltof lengi. Birna Rún fer með hlutverk kvennanna tveggja sem togast á um hjarta stráksins og dregur upp fíngerða mynd af þeim báðum. Katla Margrét leikur fanggæsluna Andreu af næmni og er upp á sitt besta hér. Bergur Þór er gríðargóður sem hinn þöguli Jens og gefur þessum manni bæði sál og húmor. Valur Freyr nýtur sín best í hlutverki Friðriks þó að persónan sjálf sé frekar tvívíð. Nýliðinn Haraldur Ari stendur sig vel í litlum hlutverkum en er enginn greiði gerður að þurfa að glíma við hlutverk hins aldraða og blinda Kolbeins þó að hann geri sitt besta. Dvöl Hannesar Óla í Borgarleikhúsinu hefur gert honum gott, hann vex með hverri sýningu og sýnir tilfinningalega breidd sína sem hinn einfaldi Hjalti. Ef fram heldur sem horfir má búast við miklu af honum. Björn byrjar sýninguna vel í hlutverki Bárðar en sést síðan lítið það sem eftir lifir kvöldsins. Egill Heiðar Anton Pálsson er einn af mest spennandi leikstjórum landsins og ávallt fagnaðarefni þegar hann leikstýrir hér á landi. En leikstjórnin á við sama galla að stríða og handritið. Stundum hittir nálgun Egils Heiðars þráðbeint í mark en öðrum stundum er skotið langt fram hjá líkt og í senunni þar sem landpósturinn og strákurinn leita skjóls hjá bóndanum Birni, hún virðist hreinlega ókláruð. Oft er líka mikill erill á sviðinu þannig að orð fjúka út í veður og vind. Það virkaði vel uppi á heiðinni en ekki alltaf á prammanum í Plássinu. Textanum verður að treysta, sömuleiðis áhorfendum og sama lausnin virkar ekki alltaf. Egill Ingibergsson sér um leikmyndina að þessu sinni en sú góða ákvörðun var tekin að íþyngja ekki framvindunni með þungri sviðsmynd heldur frekar að láta hana flæða um sviðið í formi segldúka, pramma og færanlegs baktjalds. Sumar lausnirnar, eins og bátsferðin örlagaríka í byrjun, eru virkilega vel útfærðar en að skipta út líkkistu fyrir orgel í öðrum hluta er hreinlega óþarfi. Teikningar Þórarins Blöndal dýpka sviðsmyndina fagurlega. Í heildina eru búningar Helgu I. Stefánsdóttur afbragðsgóðir því erfitt er að gera þessa brúnu og gráu litapallettu spennandi áhorfs. Henni og Árdísi Bjarnþórsdóttur fatast þó flugið í sumum leikgervunum því skegg karlmannanna voru heldur tjásuleg. Mikill fengur er í Hjálmari H. Ragnarssyni tónskáldi sem semur hljóðheim verksins af kostgæfni. Kalla má það kraftaverk að skáldskapurinn hafi hreinlega orðið til og lifað af á okkar litla skeri, að hið ljóðræna í manneskjunni hafi ekki drukknað í salti og súrmat. Himnaríki og helvíti er óður til fólksins sem byggði þetta samfélag, það góða og slæma. Aðdáendur Jóns Kalmans verða ekki sviknir af sýningunni og flæði hennar endurspeglar höfundarverk hans lipurlega en skáldskapur af þessu tagi er samt alls ekki allra. Sýningin er kannski löng en hún er alls ekki langdregin þó að senurnar séu misgóðar og Þuríður Blær er aðalástæðan.Niðurstaða: Köflótt sýning þar sem Þuríður Blær sýnir sannkallaðan stjörnuleik.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Hann er kominn af draumum, kominn af himni Með sýningunni Himnaríki og helvíti gefur Borgarleikhúsið fólki nýtt færi á að upplifa hinn ríka hugarheim sem Jón Kalman skapaði í Vestfjarðabókunum. Egill Heiðar leikstjóri lýsir glímunni við verkið. 11. janúar 2018 10:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Hann er kominn af draumum, kominn af himni Með sýningunni Himnaríki og helvíti gefur Borgarleikhúsið fólki nýtt færi á að upplifa hinn ríka hugarheim sem Jón Kalman skapaði í Vestfjarðabókunum. Egill Heiðar leikstjóri lýsir glímunni við verkið. 11. janúar 2018 10:00