Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Davíð Oddsson í sögumannshamnum í miðri forsetakosningabaráttu þar sem gamla brýnið lék á als oddi og sýndi kunnuglega takta. Vísir/Anton „Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“ Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
„Ég get sagt alls konar hluti um Davíð Oddsson. Hann er með gáfaðri mönnum. Hann er ofboðslega hjartahlýr, sem ég held að menn geri sér ekki almennt grein fyrir, og á góðri stundu getur hann verið ótrúlega skemmtilegur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um Davíð Oddsson. Davíð er óumdeilt áhrifaríkasti stjórnmálamaður landsins á síðari hluta síðustu aldar. Hann var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og nú síðast ritstjóri Morgunblaðsins.Kári Stefánsson fer fögrum orðum um vin sinn og afmælisbarnið Davíð Oddsson.Kári og Davíð voru samtíða í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem leiklistarhæfileikar Davíðs fengu notið sín. „Hann hefur líklega fórnað stórkostlegum leikferli fyrir stjórnmálin,“ segir Kári en bætir við að hugsanlega hafi hann frekar ákveðið að nýta sér leikhæfileikana í pólitíkinni. Kári segir samskipti þeirra Davíðs ekki hafa verið mikil í seinni tíð en á milli þeirra séu þó sterkar og hlýjar taugar. Þeir hafi alla tíð verið á öndverðum meiði í stjórnmálum. Kári hafi alltaf verið sósíalisti og aldrei farið leynt með það. Pólitískur ágreiningur hafi þó aldrei truflað samskipti þeirra.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs „Davíð Oddsson hefur orð á sér fyrir að vera heldur ósveigjanlegur í pólitík og á köflum öfgakenndur,“ segir Kári en bendir á að vinir Davíðs þekki hann sem traustan vin. „Hann er afskaplega trúr vinum sínum. Hann svíkur þá aldrei og hefur á köflum beygt reglur fyrir þá. Hann hefur gamaldags afstöðu til hollustu og fylgir ákveðnum heiðursreglum út í ystu æsar.“Þegar hnefaleikakappinn Muhammad Ali lýsi sjálfum sér í hringnum sagðist hann svífa eins og fiðrildi og stinga eins og geitungur. Kári Stefánsson segir þá lýsingu eiga fullkomlega við Davíð Oddsson.Undir yfirborðinu, sem sumum kann að þykja full hart, leynist hjartahlýr maður og traustur vinur. En er Davíð ekki bara fyrst og fremst skáld? „Hann er í grunninn fyrst og fremst sögumaður. Það er ekki alveg það sama og skáld. Hann er ofboðslega skemmtilegur sögumaður. Tveir bestu sögumenn sem ég hef kynnst eru faðir minn, heitinn, og Davíð. Hann er ótrúlega lipur og skemmtilegur og þeir segja sögur um margt á svipaðan hátt, faðir minn og Davíð.“ Afmælisdagurinn 17. janúar er um margt merkilegur og ljóst má vera að það eru engar geðleysur sem koma í heiminn þennan dag en Davíð deilir afmælisdegi með ekki ómerkari harðjöxlum en glæpaforingjanum Al Capone og hnefaleikagoðsögninni Muhammad Ali. Með Ali í huga segir Kári: „Fyrirsögnin á þessu á auðvitað að vera: „Float like a butterfly, sting like a bee.“ Þannig nákvæmlega er Davíð Oddsson.“
Stj.mál Tengdar fréttir Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25