Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Baldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2018 06:00 Köllunarklettsvegur 4. Fréttablaðið/Vilhelm Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira