Vilja gera Facebook persónulegt á ný Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 20:15 Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“ Facebook Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira
Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“
Facebook Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Sjá meira