Fimm róttækustu hugmyndir Viðars Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2018 12:30 Hér eru frambjóðendurnir fimm saman komnir. Viðar er hér næst lengst til vinstri. Anton Brink. Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar var í athyglisverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gærmorgun og hefur það viðtal vakið mikla athygli um land allt.Viðar hefur ákveðnar skoðanir og nokkuð róttækar hugmyndir eins og heyra má í viðtalinu. Lífið hefur því tekið saman fimm róttækustu hugmyndir Viðars sem komu þar fram :1. Fólk í yfirþyngd Viðari leist ekkert á holdafar Frosta og Mána og sá strax veikleika á þeim. Hann segir að þeir séu báðir með undirhöku og: „það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr, sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax, að það er ábyrgðarleysi hérna. Lausnin er ekki að ausa fé inni í heilbrigðiskerfið. Það þarf að bæta og breyta lífstíl fólksins í landinu. Einstaklingurinn á að taka ábyrgð og við eigum ekki að búa til einhverjar stofnanir, kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“2. Vill ekki útlenda róna„Við viljum vera svo góðir við alla og halda utan um alla. Helst á að sækja sjúklinga erlendis frá. Við vitum hvernig þetta er í skýlinu hérna niðri í bæ. Það er orðið allt fullt af útlendingum. Útlendir rónar og skattborgarinn er að halda utan um þetta. Því þeir þurfa ekkert að hugsa um það hver borgar, þeir kunna ekki á peninga.“3. Ekkert húsnæði fyrir dóphausa Sjálfur er Viðar leigusali og þekkir þann bransa vel. „Ég fæ oft til mín ungar konur með nýfætt barn og þær þurfa húsaskjól. Þær eiga ekki pening fyrir neinni leigu og ég velti því fyrir mér af hverju þær voru að eiga barn. En við erum að hjálpa fólki í sjálfstortímingu að fá húsaskjól,“ segir Viðar sem kallar það fólk dóphausa.4. Þolir ekki reykingarfólk og flugelda Það er skoðun Viðars að ef fólk vill ekki vera í kringum flugeldamengun eða reykingarmengun þá eigi hún ekki að vera til staðar.5. Fjölkvæni„Múslímar hafa margt framyfir okkur. Við erum t.d. að dekstra homma, lesbíur og transfólk en við viljum ekki leyfa fjölkvæni. Af hverju má það frelsi ekki vera. Af hverju eru við svona áfrjáls. Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum? Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið t.d. Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í fyrradag kom fram á sjónarsviðið fimmti frambjóðandinn í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Hann er gegnheill harðlínuhægrimaður og eru viðhorf hans svo hörð að þau heyrast ekki oft í opinberri umræðu. Viðar Guðjohnsen bættist í hópinn en fyrir voru þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Bjarnason. Viðar var í athyglisverðu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í gærmorgun og hefur það viðtal vakið mikla athygli um land allt.Viðar hefur ákveðnar skoðanir og nokkuð róttækar hugmyndir eins og heyra má í viðtalinu. Lífið hefur því tekið saman fimm róttækustu hugmyndir Viðars sem komu þar fram :1. Fólk í yfirþyngd Viðari leist ekkert á holdafar Frosta og Mána og sá strax veikleika á þeim. Hann segir að þeir séu báðir með undirhöku og: „það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr, sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax, að það er ábyrgðarleysi hérna. Lausnin er ekki að ausa fé inni í heilbrigðiskerfið. Það þarf að bæta og breyta lífstíl fólksins í landinu. Einstaklingurinn á að taka ábyrgð og við eigum ekki að búa til einhverjar stofnanir, kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“2. Vill ekki útlenda róna„Við viljum vera svo góðir við alla og halda utan um alla. Helst á að sækja sjúklinga erlendis frá. Við vitum hvernig þetta er í skýlinu hérna niðri í bæ. Það er orðið allt fullt af útlendingum. Útlendir rónar og skattborgarinn er að halda utan um þetta. Því þeir þurfa ekkert að hugsa um það hver borgar, þeir kunna ekki á peninga.“3. Ekkert húsnæði fyrir dóphausa Sjálfur er Viðar leigusali og þekkir þann bransa vel. „Ég fæ oft til mín ungar konur með nýfætt barn og þær þurfa húsaskjól. Þær eiga ekki pening fyrir neinni leigu og ég velti því fyrir mér af hverju þær voru að eiga barn. En við erum að hjálpa fólki í sjálfstortímingu að fá húsaskjól,“ segir Viðar sem kallar það fólk dóphausa.4. Þolir ekki reykingarfólk og flugelda Það er skoðun Viðars að ef fólk vill ekki vera í kringum flugeldamengun eða reykingarmengun þá eigi hún ekki að vera til staðar.5. Fjölkvæni„Múslímar hafa margt framyfir okkur. Við erum t.d. að dekstra homma, lesbíur og transfólk en við viljum ekki leyfa fjölkvæni. Af hverju má það frelsi ekki vera. Af hverju eru við svona áfrjáls. Af hverju er svona æðislegt að þjóna hommum og lesbíum? Það á auðvitað að leyfa fjölkvæni hér á landi. Sjáið t.d. Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er hraustur og á nóg af peningum. Væri ekki betra ef hann ætti fullt af börnum?“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22 Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Viðar Guðjohnsen vill einnig í slaginn Bætist í hóp þeirra sem vilja leiða Sjálfstæðismenn í Reykjavík. 10. janúar 2018 15:22
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Frambjóðendur um leiðtogasæti bjartsýnir á gengi Sjálfstæðisflokksins Ein kona og fjórir karlar sækjast eftir því að leiða lista flokksins. 10. janúar 2018 20:23