Veittu Assange ríkisborgararétt Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2018 18:23 Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í byrjun árs 2016 að vera Assange í sendiráðinu jafnaðist á við ólöglega fangelsun. Vísir/AFP Stjórnvöld Ekvador hafa veitt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, ríkisborgararétt. Það var gert þann tólfta desember og í framhaldi af því báðu Ekvadorar Breta um að samþykkja Assange sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráð Ekvador í London án þess að vera handtekinn. Bretar neituðu því þann 21. desember, einum degi eftir að beiðnin var lögð fram. Ekvadorar leita nú leiða til að koma Assange úr sendiráðinu og segja hann ekki geta búið þar til lengdar.Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador, sagði að ekki yrði frekari skref tekin til að reyna að gera Assange að erindreka vegna þessa góða sambands sem Ekvador á við Bretland. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Bretlands segir að „Ekvador viti að leiðin til að leysa þetta mál sé að Julian Assange yfirgefi sendiráðið“. Þá gæti málið farið rétta leið í gegnum dómsmálakerfi Bretlands.Key dates in the life of WikiLeaks founder Julian Assange pic.twitter.com/ozYbU6suuI— AFP news agency (@AFP) January 11, 2018 Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Stjórnvöld Ekvador hafa veitt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, ríkisborgararétt. Það var gert þann tólfta desember og í framhaldi af því báðu Ekvadorar Breta um að samþykkja Assange sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráð Ekvador í London án þess að vera handtekinn. Bretar neituðu því þann 21. desember, einum degi eftir að beiðnin var lögð fram. Ekvadorar leita nú leiða til að koma Assange úr sendiráðinu og segja hann ekki geta búið þar til lengdar.Fyrrverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Maria Fernanda Espinosa, utanríkisráðherra Ekvador, sagði að ekki yrði frekari skref tekin til að reyna að gera Assange að erindreka vegna þessa góða sambands sem Ekvador á við Bretland. Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Bretlands segir að „Ekvador viti að leiðin til að leysa þetta mál sé að Julian Assange yfirgefi sendiráðið“. Þá gæti málið farið rétta leið í gegnum dómsmálakerfi Bretlands.Key dates in the life of WikiLeaks founder Julian Assange pic.twitter.com/ozYbU6suuI— AFP news agency (@AFP) January 11, 2018
Ekvador Suður-Ameríka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira