Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Elís Jónsson vill prófkjör. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00