Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Baldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangsmál að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðla í landinu. vísir/Ernir Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Yfirgnæfandi stuðningur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þingmönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðismannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skattleggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. Lilja vill ráðast strax í að endurskoða skattalegt umhverfi fjölmiðla.Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða.vísir/stefánMeirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og myndefni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjölmiðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á fréttavefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem stafrænar kvikmyndaleigur, greiði hefðbundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. „Ég get ekki stutt tillōgu sem virðist þjóna hagsmunum tiltekinna fjōlmiðla umfram annarra. Það verður að gera krōfu um að við endurskoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Markmiðið er jú að jafna samkeppnisstōðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt?“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Viðskiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaafslætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum,” sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira