Það er vandfundin betri gjöf en góð saga Magnús Guðmundsson skrifar 27. janúar 2018 12:00 Natar Ungalaaq segir lykilinn að lífinu í norðrinu fólgin í hjálpsemi. Visir/Anton Brink Meðal þeirra tíu forvitnilegu mynda sem eru á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem hófst í gærkvöldi er kanadíska kvikmyndin Iqaluit sem á rætur sínar að rekja norður til Inúítabyggða í Kanada norðvestanverðu en elstu merki um byggð á þeim slóðum eru talin um fjögur þúsund ára. Inúítinn Natar Ungalaaq, einn af aðalleikurum Iqaluit, er staddur hér á landi í tilefni af hátíðinni og hann segist koma frá því sem kallað er Nýja svæðið eða Nunavut, eyju sem kallast Iglooik og liggur töluvert norðan við heimskautsbaug.Sögur og aftur sögur Natar Ungalaaq hefur alla tíð fengist við að skapa list. Allt frá unga aldri fékkst hann við að skera út, útskurður er mikilvæg listgrein í menningu Inúíta, og reyndar er að finna útskurðarverk eftir hann í National Gallery of Canada. Ungalaaq og félagi hans, leikstjórinn Zacharias Kunuk, framleiddu báðir listmuni og seldu til þess að kaupa kvikmyndatökuvél árið 1981. Í framhaldinu stofnuðu þeir framleiðslufyrirtæki í samfélagi Inúíta þar sem sjónvarpið hafði enn ekki hafið innreið sína. Ungalaaq segir að það sem hafi dregið að hann að kvikmyndinni sem listformi hafi fyrst og fremst snúist um að varðveita sögurnar sem hann ólst upp við. „Í mínu ungdæmi var alltaf verið að segja sögur. Sögur fyrir börn, fullorðna og gamla fólkið, allir áttu og sögðu sínar sögur. Þessar sögur hafa lifað með okkur í gegnum aldirnar en heimurinn er að breytast og þess vegna áttuðum við okkur á því að það þyrfti að varðveita þessar sögur og kvikmyndavélin er frábær leið til þess. Í framhaldinu fórum við svo að sjónvarpa því sem við vorum að gera og þaðan var eðlilegt næsta skref að búa til kvikmyndir. Fyrir mig sem listamann var þetta ákveðið ferli á milli forma úr skúlptúrnum og yfir í kvikmyndirnar en allt miðar þetta að því að skapa eitthvað sjónrænt og segja sögur.“ Saga kvikmyndagerðar Inúíta er í raun samofin sögu þeirra Kunuk og Ungalaaq sem segir að þeim hafi þótt mikilvægt að geta nýtt sér þessa tækni hvíta mannsins eins og hann orðar það sjálfur. „Við áttum nóg af sögum í okkar menningu en þær voru allar óskrifaðar. Við höfðum enga skrift eða lög sem eru skrifuð á pappír en við áttum okkar arfleifð. Þessar sögur eru enn sagðar en við þurfum engu að síður að tryggja framtíð þeirra og það er það sem við erum að gera, skrásetja með öllum þeim formum sem við getum mögulega nýtt okkur svo allur þessi ómetanlegi arfur verði aðgengilegur komandi kynslóðum.“Útskurðarverkið Selveiðimaðurinn eftir Natar Ungalaaq.Ólíkir heimar Kvikmyndin sem Natar Ungalaaq er mættur með á Frönsku kvikmyndahátíðina snýst þó ekki með beinum hætti um að varðveita þessa arfleifð, í það minnsta ekki með beinum hætti. Myndin heitir Iqaluit og er í leikstjórn Benoit Pilon en í aðalhlutverkum auk Ungalaaq eru þau Marie-Josée Croze og Francois Papineau. Sagan segir frá konu sem kemur norður til Iqaluit eftir að eiginmaður hennar slasast þar við störf. Hún reynir að komast að því hvað gerðist og kynnist við það Nóa, Inúíta sem er vinur eiginmannsins og faðir ungs manns sem tengist slysinu, og saman sigla þau út Frobisherflóa í leit að svörum en við ólíkum spurningum. Natar Ungalaaq segir að upphafið að samstarfi þeirra sem gerðu myndina megi rekja aftur til myndarinnar The Necessities of Life (Ce qu’il faut pour vivre) og að þá hafi þau öll skynjað að þau hefðu fundið eitthvað gott, eitthvað sem skipti máli. „Við vorum enn að vinna að þeirri mynd þegar Pilon sagði við mig að hann væri með annað hlutverk fyrir mig því þá var hann strax farinn að hugsa um þessa mynd. Málið er að það eru ákveðin tækifæri fólgin í því að fjalla um það þegar fólk frá ólíkum menningarheimum með ólík tungumál stendur skyndilega frammi fyrir því að þurfa að vinna saman. Þurfa að kynnast, læra um hvert annað og skilja hvert annað. Þetta er eitthvað sem við erum að takast á við á hverjum degi en hér er þetta sett í afmarkaðar aðstæður og það gerir þetta allt greinilegra og mjög lærdómsríkt.“Visir/Anton BrinkHjálpsemi er lykillinn Natar Ungalaaq segir að samband Inúíta við aðra íbúa Kanada hafi löngum grundvallast á sameiginlegum hagsmunum í gegnum vöruskipti. „Án viðskiptanna er ekkert, en ef þau eru til staðar og á jafningjagrunni og sanngjörn þá eru þessi samskipti af hinu góða fyrir báða aðila. Vélsleðinn er fljótari en hundasleðinn og það er margt við þeirra tækni sem gerir okkur lífið aðeins léttara. Það breytir því þó ekki að við viljum halda í okkar lifnaðarhætti og okkar menningu. Sumt helst vel en annað ekki eins og gengur og gerist.“ En er þessi mynd að einhverju leyti lýsandi fyrir þessi samskipti? „Já hún er það vegna þess að lykillinn að lífinu í norðrinu er fólginn í hjálpsemi við erfiðar aðstæður. En við reynum líka alltaf að hjálpa hvíta manninum þegar hann kemur norður rétt eins og við reynum að hjálpa hvert öðru. Án hjálpar er ekkert samband. Ekkert mannsæmandi líf. Ekkert af þessum lögmálum er fært til bókar eða einhvers konar skrifaður lagabókstafur heldur er þetta hluti af því hver við erum. Við berum þetta í blóðinu og það er margfalt mikilvægara. En auðvitað verðum við líka að búa yfir umburðarlyndi og virða að við erum ekki öll eins. Besta leiðin til þess að ná utan um þetta er að skiptast á sögum. Hlusta á sögur og segja sögur. Sögur eru í eðli sínu til þess að deila þeim með öðrum og því er vandfundin betri gjöf en góð saga.“ Þess má að lokum geta að kanadíska sendiráðið stendur fyrir opnum viðburði kl. 20.30 í Háskólabíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem Iqaluit verður sýnd kl. 21.05 og aðgangur ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. janúar. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Meðal þeirra tíu forvitnilegu mynda sem eru á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem hófst í gærkvöldi er kanadíska kvikmyndin Iqaluit sem á rætur sínar að rekja norður til Inúítabyggða í Kanada norðvestanverðu en elstu merki um byggð á þeim slóðum eru talin um fjögur þúsund ára. Inúítinn Natar Ungalaaq, einn af aðalleikurum Iqaluit, er staddur hér á landi í tilefni af hátíðinni og hann segist koma frá því sem kallað er Nýja svæðið eða Nunavut, eyju sem kallast Iglooik og liggur töluvert norðan við heimskautsbaug.Sögur og aftur sögur Natar Ungalaaq hefur alla tíð fengist við að skapa list. Allt frá unga aldri fékkst hann við að skera út, útskurður er mikilvæg listgrein í menningu Inúíta, og reyndar er að finna útskurðarverk eftir hann í National Gallery of Canada. Ungalaaq og félagi hans, leikstjórinn Zacharias Kunuk, framleiddu báðir listmuni og seldu til þess að kaupa kvikmyndatökuvél árið 1981. Í framhaldinu stofnuðu þeir framleiðslufyrirtæki í samfélagi Inúíta þar sem sjónvarpið hafði enn ekki hafið innreið sína. Ungalaaq segir að það sem hafi dregið að hann að kvikmyndinni sem listformi hafi fyrst og fremst snúist um að varðveita sögurnar sem hann ólst upp við. „Í mínu ungdæmi var alltaf verið að segja sögur. Sögur fyrir börn, fullorðna og gamla fólkið, allir áttu og sögðu sínar sögur. Þessar sögur hafa lifað með okkur í gegnum aldirnar en heimurinn er að breytast og þess vegna áttuðum við okkur á því að það þyrfti að varðveita þessar sögur og kvikmyndavélin er frábær leið til þess. Í framhaldinu fórum við svo að sjónvarpa því sem við vorum að gera og þaðan var eðlilegt næsta skref að búa til kvikmyndir. Fyrir mig sem listamann var þetta ákveðið ferli á milli forma úr skúlptúrnum og yfir í kvikmyndirnar en allt miðar þetta að því að skapa eitthvað sjónrænt og segja sögur.“ Saga kvikmyndagerðar Inúíta er í raun samofin sögu þeirra Kunuk og Ungalaaq sem segir að þeim hafi þótt mikilvægt að geta nýtt sér þessa tækni hvíta mannsins eins og hann orðar það sjálfur. „Við áttum nóg af sögum í okkar menningu en þær voru allar óskrifaðar. Við höfðum enga skrift eða lög sem eru skrifuð á pappír en við áttum okkar arfleifð. Þessar sögur eru enn sagðar en við þurfum engu að síður að tryggja framtíð þeirra og það er það sem við erum að gera, skrásetja með öllum þeim formum sem við getum mögulega nýtt okkur svo allur þessi ómetanlegi arfur verði aðgengilegur komandi kynslóðum.“Útskurðarverkið Selveiðimaðurinn eftir Natar Ungalaaq.Ólíkir heimar Kvikmyndin sem Natar Ungalaaq er mættur með á Frönsku kvikmyndahátíðina snýst þó ekki með beinum hætti um að varðveita þessa arfleifð, í það minnsta ekki með beinum hætti. Myndin heitir Iqaluit og er í leikstjórn Benoit Pilon en í aðalhlutverkum auk Ungalaaq eru þau Marie-Josée Croze og Francois Papineau. Sagan segir frá konu sem kemur norður til Iqaluit eftir að eiginmaður hennar slasast þar við störf. Hún reynir að komast að því hvað gerðist og kynnist við það Nóa, Inúíta sem er vinur eiginmannsins og faðir ungs manns sem tengist slysinu, og saman sigla þau út Frobisherflóa í leit að svörum en við ólíkum spurningum. Natar Ungalaaq segir að upphafið að samstarfi þeirra sem gerðu myndina megi rekja aftur til myndarinnar The Necessities of Life (Ce qu’il faut pour vivre) og að þá hafi þau öll skynjað að þau hefðu fundið eitthvað gott, eitthvað sem skipti máli. „Við vorum enn að vinna að þeirri mynd þegar Pilon sagði við mig að hann væri með annað hlutverk fyrir mig því þá var hann strax farinn að hugsa um þessa mynd. Málið er að það eru ákveðin tækifæri fólgin í því að fjalla um það þegar fólk frá ólíkum menningarheimum með ólík tungumál stendur skyndilega frammi fyrir því að þurfa að vinna saman. Þurfa að kynnast, læra um hvert annað og skilja hvert annað. Þetta er eitthvað sem við erum að takast á við á hverjum degi en hér er þetta sett í afmarkaðar aðstæður og það gerir þetta allt greinilegra og mjög lærdómsríkt.“Visir/Anton BrinkHjálpsemi er lykillinn Natar Ungalaaq segir að samband Inúíta við aðra íbúa Kanada hafi löngum grundvallast á sameiginlegum hagsmunum í gegnum vöruskipti. „Án viðskiptanna er ekkert, en ef þau eru til staðar og á jafningjagrunni og sanngjörn þá eru þessi samskipti af hinu góða fyrir báða aðila. Vélsleðinn er fljótari en hundasleðinn og það er margt við þeirra tækni sem gerir okkur lífið aðeins léttara. Það breytir því þó ekki að við viljum halda í okkar lifnaðarhætti og okkar menningu. Sumt helst vel en annað ekki eins og gengur og gerist.“ En er þessi mynd að einhverju leyti lýsandi fyrir þessi samskipti? „Já hún er það vegna þess að lykillinn að lífinu í norðrinu er fólginn í hjálpsemi við erfiðar aðstæður. En við reynum líka alltaf að hjálpa hvíta manninum þegar hann kemur norður rétt eins og við reynum að hjálpa hvert öðru. Án hjálpar er ekkert samband. Ekkert mannsæmandi líf. Ekkert af þessum lögmálum er fært til bókar eða einhvers konar skrifaður lagabókstafur heldur er þetta hluti af því hver við erum. Við berum þetta í blóðinu og það er margfalt mikilvægara. En auðvitað verðum við líka að búa yfir umburðarlyndi og virða að við erum ekki öll eins. Besta leiðin til þess að ná utan um þetta er að skiptast á sögum. Hlusta á sögur og segja sögur. Sögur eru í eðli sínu til þess að deila þeim með öðrum og því er vandfundin betri gjöf en góð saga.“ Þess má að lokum geta að kanadíska sendiráðið stendur fyrir opnum viðburði kl. 20.30 í Háskólabíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem Iqaluit verður sýnd kl. 21.05 og aðgangur ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. janúar.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira