Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast með Tyrkjum. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir. Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira