Ótækt að vald ráðherra sé bara formlegt ef ábyrgðin er hans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Mat hæfnisnefndarinnar við skipun Landsréttar var töluvert til umræðu á málþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Ráðherra ber ábyrgð á skipun dómara samkvæmt 14. grein stjórnarskrárinnar og af þeim sökum verður ráðherra að hafa eitthvert svigrúm til mats,“ sagði lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson á málþingi um fyrirkomulag dómaraskipana hér á landi sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur var annar framsögumanna málþingsins en hinn var Jakob Möller, lögmaður og settur formaður matsnefndar um hæfni umsækjanda um embætti héraðsdómara. Vinna nefndarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá lokum síðasta árs. Jakob og settur dómsmálaráðherra í málinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, munnhjuggust nokkuð áður en Guðlaugur féllst á tillögur nefndarinnar. Jakob sagði að áður en nefndinni var komið á fót hefðu dómsmálaráðherrar þessa lands sýnt að þeim væri ekki treystandi til að fara með skipunarvaldið. Flokksskírteini hefðu iðulega verið látin ráða för við skipan dómara. Að mati Jakobs er skipunarvald dómsmálaráðherra nú aðeins formlegs eðlis. Haukur Örn Birgisson, lögmaður.VÍSIR/STEFÁN Haukur sagði hins vegar að störf dómnefndarinnar væru ekki hafin yfir vafa. Í máli sínu benti hann meðal annars á misræmi í máli Gunnlaugs Claessen, formanns nefndarinnar við skipan landsréttardómara, og vísaði þar til framburðar hans fyrir dómi. Þegar Gunnlaugur var spurður út í það hví ráðherra hefði ekki fengið lista með fleiri nöfnum en fimmtán, en fimmtán embætti dómara voru laus, sagði Gunnlaugur að með því gæti ráðherra gengið fram hjá þeim hæfasta á kostnað einhvers óhæfari. Samt hefði nefndinni ekki þótt ástæða til að skipa hina hæfustu í röð innbyrðis. Þá hefði Gunnlaugur fyrir dómi viðurkennt að matið, og fyrri möt, hefði verið ónákvæmt að hluta. „Í umræðunni virðast margir hafa gengið út frá því að nefndinni geti ekki skeikað en það getur ekki verið svo,“ sagði Haukur. Í dæmaskyni notaðist hann við Excel-skjal landsréttarnefndarinnar og prófaði meðal annars að hækka einn umsækjanda um hálfan í matsliðnum Reynsla af dómarastörfum. Við það hoppaði umsækjandinn úr sextánda sæti í það þrettánda. Benti hann síðan á að það væri nefndin sjálf sem ákvæði vægi einstakra matsþátta. „Hvernig stendur á því [að fjöldi hinna hæfustu er ávallt jafn fjölda umsækjenda]? Jú, að mínu viti er það út af því að þetta ágæta fólk sem situr í þessum nefndum, það vill sjálft ráða því hverjir verði skipaðir dómarar,“ sagði Haukur. „Hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að annar aðili eigi að ákveða þetta á meðan ráðherra ber ábyrgðina?“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira