Gæti prentað raunveruleg líffæri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:00 Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira