Þorsteinn vill gera Sæbraut og Miklubraut að einstefnugötum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 10:22 Miðflokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Anton/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn. Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn.
Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira