Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri. Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri.
Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira