Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 13:32 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels