Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Carles Puigdemont vill nýta tæknina til að stýra frá Brussel. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Carles Puigdemont sagði í gær að það væri ekkert að því að hann yrði aftur forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Jafnvel þótt hann sé nú í útlegð í Brussel, hafi verið rekinn úr embættinu og sé ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar síðasta árs. „Þar sem ég er þingmaður er það fullkomlega í lagi að ég verði forseti,“ sagði Puigdemont við Catalunya Radio í gær en hann vill meðal annars styðjast við myndbandssímtöl, verði hann aftur héraðsforseti. „Ýmis stór verkefni nú til dags eru leyst með aðstoð tækninnar.“ Það var spænska ríkisstjórnin sem leysti upp þingið og rak héraðsstjórnina á síðasta ári. Til nýrra þingkosninga var boðað og héldu aðskilnaðarsinnar meirihluta sínum á katalónska þinginu. Puigdemont leiddi næststærsta flokk aðskilnaðarsinna, JxCat. Vegna þess að Puigdemont óttaðist að vera handtekinn og stungið í fangelsi flúði hann ásamt nokkrum ráðherrum héraðsstjórnarinnar til Brussel á meðan þeir ráðherrar sem voru eftir í Katalóníu voru hnepptir í gæsluvarðhald. Í viðtali sínu við Catalunya Radio útilokaði Puigdemont að snúa aftur í bráð. „Það er ekki hægt að stýra úr fangelsi,“ sagði hann. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði á dögunum algjörlega útilokað að leyfa Puigdemont að setjast aftur á forsetastól. Ef hann myndi sækja þingfundi í gegnum Skype eða sambærileg myndbandssímtalsforrit myndi spænska ríkið kæra katalónska þingið. Undir þetta tók Inigo Mendez de Vigo, ráðherra og talsmaður spænsku ríkisstjórnarinnar. „Hann verður ekki forseti Katalóníu,“ sagði ráðherrann við Reuters í gær. Bætti de Vigo því við að ríkisstjórnin myndi umsvifalaust kæra skipan hans til dómstóla ef þingmenn kysu að útnefna „flóttamann í Brussel“ forseta héraðsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira