Rannsaka fyrirtæki sem selur falska fylgjendur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 14:20 Gervigreindarforrit á samfélagsmiðlum eins og Twitter geta fylgt notendum, endurtíst og jafnvel tíst svörum. Vísir/AFP Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan. Twitter Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þekktir Twitter-notendur hafa tapað meira en milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú fyrirtæki sem selur fylgjendur sem hafa í flestum tilfellum reynst vera gervigreindarforrit (e. bot). Stjórnendur Twitter gripu til aðgerða gegn fyrirtækinu Devumi eftir að New York Times fjallaði um starfsemi þess um helgina. Í umfjöllun blaðsins kom fram að fyrirtækið standi í umfangsmikilli sölu á gervifylgjendum á Twitter og fleiri samfélagsmiðlum. New York Times komst að því að fyrirtækið hefði í mörgum tilfellum afritað upplýsingar um raunverulega notendur og notað þær fyrir botta sem það selur sem fylgjendur.Rannsaka fyrirtækið í tveimur ríkjumReglur Twitter banna kaup á fylgjendum. Talsmaður fyrirtækisins svarar ekki hvort að það sé byrjað að hreinsa út gervireikninga. Frægir einstaklingar hafa tilkynnt að þeir hafi tapað fjölda fylgjenda, þar á meðal söngvarinn Clay Aiken og leikarinn John Leguizamo auk stjórnarkonu í Twitter. Formenn neytendaverndarnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna um að rannsaka starfsemi Devumi og annarra slíkra fyrirtækja. Fyrirtækið lofar „100% virkum, enskum fylgjendum“ en í reynd eru nær allir fylgjendurnir sem það selur gervinotendur Þá rannsakar dómsmálaráðherra Flórídaríkis starfsemi Devumi og starfsbróðir hans í New York kannar hvort að fyrirtækið hafi brotið lög þar. Devumi var með höfuðstöðvar sínar í Flórída þar til sagt var frá starfsemi þess. Það er sagt hafa fært sig um set til Colorado síðan.
Twitter Tækni Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira