Litadýrð í fatavali og munstur voru allsráðandi þar sem það mætti halda að leikararnir í ofurhetjumyndinni hafi talað sig saman fyrir mætingu. Meðal aðalleikara í ofurhetjumyndinni eru þau Daniel Kaluuya, Lupita Nyong'o og Angela Bassett.
Lupita klæddist fjólubláum kjól með ásaumuðu gullskarti frá Atelier Versace og Bassett var í gulum samfesting með kögri frá Naeem Khan.
Einstaklega hressandi dregill og myndin lofar góðu ef eitthvað er að marka stilkuna sem má finna neðst í fréttinni.







