Verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram Telma Tómasson skrifar 31. janúar 2018 15:00 Lið Líflands. Stöð 2 Sport Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin. Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Sjá meira
Mikil spenna er fyrir upphafi keppnistímabilsins í hestaíþróttum sem hefst á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, með keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í Kópavogi. Keppt er í átta greinum, liðin eru einnig átta og er hvert þeirra með fimm liðsmenn. Þrír þeirra keppa hverju sinni, en Meistaradeildin er bæði einstaklings – og liðakeppni. Lífland er í fyrsta sinn með lið í Meistaradeildinni en knaparnir eru þó öllu vanir. Innanborðs eru mikið reyndir keppnisknapar, sem mæta bæði með reynda hesta og hugsanlega nýjar stjörnur. Keppnin framundan er þó óskrifað blað að vanda. „Þetta verður feiknasterkt, eins og alltaf. Það verður mikið af nýjum hestum, aðallega í fjórgangs og töltgreinum. Það verður spennandi að sjá hvaða stjörnur koma fram,“ segir Guðmundur Björgvinsson, liðsstjóri Líflands, en kynningu á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndbandi. Guðmundur og félagi hans, stjörnuknapinn Jakob Svavar Sigurðsson, voru báðir í öðrum liðum í fyrra en ákváðu að söðla um á síðustu stundu. „Við höfum unnið mikið saman og líkað það vel. Við söknuðum hvors annars og ákváðum því að breya til. Ég held að það geri deildina jafnari og skemmtilegri.“ Guðmundur segir margt gera Meistaradeildina einstaka í heimi hestaíþróttanna. „Samveran er ofboðslega sterk og keppnin erfið. Þú þarft að vera með ofboðslega góða hesta til að gera vel og ég hef oft sagt að til að vinna þarf maður nánast að geta orðið Íslandsmeistari í hverri grein.“ Meistaradeildin er ein sterkasta keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og unnt er að tryggja sér áskrift á 365.is/bestasaetid. Einnig er unnt að fylgjast með á netinu á oz.com/meistaradeildin.
Hestar Tengdar fréttir „Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00 Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50 Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00 Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Sjá meira
„Þetta er sterkt lið og við ætlum að láta á okkur reyna“ Teitur Árnason fer fyrir liði Top Reiter í Meistaradeildinni, einni sterkustu keppni sem fram fer í hestaíþróttum í Íslandshestaheiminum og er ómissandi fyrir alla áhugamenn um hesta að fylgjast með. 30. janúar 2018 15:00
Við ætlum að gera betur "Við erum býsna sterk en gerum vonandi betur en síðast,“ segir Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri fyrsta liðsins sem kynnt er til leiks í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, lið Oddhóls/Þjóðólfshaga, en það má skoða í meðfylgjandi myndskeiði. 29. janúar 2018 15:50
Ættum að geta barist á toppnum "Ég held að við séum með rosalega jafnt og gott lið og við eigum að vera sterk í flestöllum greinum,“ segir Viðar Ingólfsson, liðsstjóri Hrímnis/Export hesta. 30. janúar 2018 17:00
Hestamennska tekst öll á loft Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Ganghesta/Margrétarhofs/Equitec, segir að mikil spenna liggi í loftinu fyrir því að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist. "Það eru allir á fullu að æfa, enda er mikill áhugi á Meistaradeildinni,“ segir Sigurður. 29. janúar 2018 18:00