Vigdís í aðalhlutverki á BBC: „Ég fór og þær fylgdu mér allar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 22:15 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Visir/GVA Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var í aðalhlutverki í hlaðvarpsþætti fréttakonunnar Lyse Doucet, Her Story Made History, á BBC Radio 4 í síðustu viku. Vigdís sagði forsetatíð sína hafa valdið því að íslensk börn vöndust hugmyndinni um konu sem forseta og ræddi auk þess hlutverk sitt sem fyrirmynd íslenskra kvenna. Doucet, yfirfréttaritari hjá breska ríkisútvarpinu, ferðaðist um allan heim við gerð téðra hlaðvarpsþátta og ræddi við konur sem eiga stórkostleg afrek að baki. Þar á meðal eru, auk Vigdísar, Ellen Johnson-Sirleaf, fyrsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi í Afríku, og afganska stjórnmálakonan Shukria Barakazi. Hundrað ár eru nú síðan breskar konur fengu fyrst kosningarétt og eru þættirnir framleiddir í tilefni aldarafmælisins.„Getur karlmaður verið forseti?“Doucet hitti Vigdísi í Veröld, húsi Vigdísar, sem opnað var í apríl í fyrra við Suðurgötu í Reykjavík og er kennt við Vigdísi sjálfa. Farið var um víðan völl í viðtalinu og hóf Vigdís þáttinn á sögu úr forsetatíð sinni. „Ég kann mjög sæta sögu um lítinn strák sem sá Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, í sjónvarpinu og sagði: Mamma, mamma! Getur karlmaður verið forseti?“ sagði Vigdís og bætti við að kjör sitt árið 1980 hafi orðið til þess að börnum þótti eðlilegt að kona gegndi embætti forseta.Frá Kvennafrídeginum árið 2016. Íslenskar konur létu kynsystrum sínum nokkrum áratugum fyrr ekkert eftir og fjölmenntu á Austurvöll.Vísir/ErnirKvennafrídagurinn stórkostlegurKvennafrídagurinn þann 24. október 1975 hlaut veigamikinn sess í viðtalinu en sá dagur hefur ítrekað ratað í fjölmiðla erlendis. Á Kvennafrídeginum lögðu 90 prósent íslenskra kvenna niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Vigdís gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur á þeim tíma og lýsti því fyrir Doucet hvernig konur í leikhúsinu komu á fund hennar og báðu um að fá að mæta á mótmælin sem haldin voru á Lækjartorgi. „Og ég sagði: „Þið þurfið að ákveða það sjálfar. Munið að það er generalprufa í kvöld – en ég ætla að fara.“ Svo ég fór og þær fylgdu mér allar og það var stórkostlegur, stórkostlegur dagur.“Sjómenn sendu risastórt símskeytiÞá sagði Vigdís að ákvörðun þess efnis að bjóða sig fram til forseta hafi ekki verið tekin af léttúð. Henni hafi fyrst um sinn þótt tilhugsunin úr takti við raunveruleikann. „Einn vina minna í leikhúsinu sagði: „Haha! Ætlar þú að verða forseti?“ Og ég var svo feimin að ég roðnaði. Ég sagði: „Nei, nei, nei, ekki ég“.“ En skjótt skipast veður í lofti og í framhaldinu sagði Vigdís Doucet frá þeim gríðarlega stuðningi sem hún fékk úr ýmsum áttum, til dæmis í formi símskeytis frá sjómönnum sem sent var til hennar utan af reginhafi. „Þeir sendu mér risastórt, langt símskeyti, það tók mig langan tíma að fletta því í sundur, og þar báðu þeir mig formlega um að bjóða mig fram til forseta.“ Doucet vildi þá fá að vita af hverju sjómennirnir hafi talið Vigdísi vænlegasta frambjóðandann á sínum tíma. „Sjómennirnir þekkja kosti og hæfileika kvenna svo vel af því að þær eru í landi á meðan þeir eru út á sjó. Þær sjá um allt, þær sjá um heimilið. Þær eru fjármálaráðherra heimilisins, arkítekt heimilisins og þeir koma heim í þriggja daga leyfi og allt er undir góðri stjórn,“ svaraði Vigdís að bragði.Hlaðvarpsþátt Lyse Doucet um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur má hlusta á í heild hér. Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Vigdís heiðruð á heimsþingi stjórnmálakvenna Um fjögur hundruð þingmenn og þjóðhöfðingjar sækja þingið sem fram fer á Íslandi. 29. nóvember 2017 11:40 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var í aðalhlutverki í hlaðvarpsþætti fréttakonunnar Lyse Doucet, Her Story Made History, á BBC Radio 4 í síðustu viku. Vigdís sagði forsetatíð sína hafa valdið því að íslensk börn vöndust hugmyndinni um konu sem forseta og ræddi auk þess hlutverk sitt sem fyrirmynd íslenskra kvenna. Doucet, yfirfréttaritari hjá breska ríkisútvarpinu, ferðaðist um allan heim við gerð téðra hlaðvarpsþátta og ræddi við konur sem eiga stórkostleg afrek að baki. Þar á meðal eru, auk Vigdísar, Ellen Johnson-Sirleaf, fyrsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi í Afríku, og afganska stjórnmálakonan Shukria Barakazi. Hundrað ár eru nú síðan breskar konur fengu fyrst kosningarétt og eru þættirnir framleiddir í tilefni aldarafmælisins.„Getur karlmaður verið forseti?“Doucet hitti Vigdísi í Veröld, húsi Vigdísar, sem opnað var í apríl í fyrra við Suðurgötu í Reykjavík og er kennt við Vigdísi sjálfa. Farið var um víðan völl í viðtalinu og hóf Vigdís þáttinn á sögu úr forsetatíð sinni. „Ég kann mjög sæta sögu um lítinn strák sem sá Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, í sjónvarpinu og sagði: Mamma, mamma! Getur karlmaður verið forseti?“ sagði Vigdís og bætti við að kjör sitt árið 1980 hafi orðið til þess að börnum þótti eðlilegt að kona gegndi embætti forseta.Frá Kvennafrídeginum árið 2016. Íslenskar konur létu kynsystrum sínum nokkrum áratugum fyrr ekkert eftir og fjölmenntu á Austurvöll.Vísir/ErnirKvennafrídagurinn stórkostlegurKvennafrídagurinn þann 24. október 1975 hlaut veigamikinn sess í viðtalinu en sá dagur hefur ítrekað ratað í fjölmiðla erlendis. Á Kvennafrídeginum lögðu 90 prósent íslenskra kvenna niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Vigdís gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur á þeim tíma og lýsti því fyrir Doucet hvernig konur í leikhúsinu komu á fund hennar og báðu um að fá að mæta á mótmælin sem haldin voru á Lækjartorgi. „Og ég sagði: „Þið þurfið að ákveða það sjálfar. Munið að það er generalprufa í kvöld – en ég ætla að fara.“ Svo ég fór og þær fylgdu mér allar og það var stórkostlegur, stórkostlegur dagur.“Sjómenn sendu risastórt símskeytiÞá sagði Vigdís að ákvörðun þess efnis að bjóða sig fram til forseta hafi ekki verið tekin af léttúð. Henni hafi fyrst um sinn þótt tilhugsunin úr takti við raunveruleikann. „Einn vina minna í leikhúsinu sagði: „Haha! Ætlar þú að verða forseti?“ Og ég var svo feimin að ég roðnaði. Ég sagði: „Nei, nei, nei, ekki ég“.“ En skjótt skipast veður í lofti og í framhaldinu sagði Vigdís Doucet frá þeim gríðarlega stuðningi sem hún fékk úr ýmsum áttum, til dæmis í formi símskeytis frá sjómönnum sem sent var til hennar utan af reginhafi. „Þeir sendu mér risastórt, langt símskeyti, það tók mig langan tíma að fletta því í sundur, og þar báðu þeir mig formlega um að bjóða mig fram til forseta.“ Doucet vildi þá fá að vita af hverju sjómennirnir hafi talið Vigdísi vænlegasta frambjóðandann á sínum tíma. „Sjómennirnir þekkja kosti og hæfileika kvenna svo vel af því að þær eru í landi á meðan þeir eru út á sjó. Þær sjá um allt, þær sjá um heimilið. Þær eru fjármálaráðherra heimilisins, arkítekt heimilisins og þeir koma heim í þriggja daga leyfi og allt er undir góðri stjórn,“ svaraði Vigdís að bragði.Hlaðvarpsþátt Lyse Doucet um ævi og störf Vigdísar Finnbogadóttur má hlusta á í heild hér.
Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Vigdís heiðruð á heimsþingi stjórnmálakvenna Um fjögur hundruð þingmenn og þjóðhöfðingjar sækja þingið sem fram fer á Íslandi. 29. nóvember 2017 11:40 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir plantaði birkitrjám í Skálholti með barnabörnunum Fyrrverandi forseti Íslands segir að mýrarnar séu lungu heimsins en grafið var ofan í skurði í dag við Skálholt til að endurheimta votlendi. 9. júlí 2017 20:00
Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00
Vigdís heiðruð á heimsþingi stjórnmálakvenna Um fjögur hundruð þingmenn og þjóðhöfðingjar sækja þingið sem fram fer á Íslandi. 29. nóvember 2017 11:40
Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00