Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00