Lögregla svaraði ekki tölvupóstum réttargæslumanns vegna kærunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 14:32 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, reyndi ítrekað að fá upplýsingar um stöðu málsins frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að kæran hafði verið lögð fram. Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tölvupóstar sem Vísir hefur undir höndum sýna að réttargæslumaður pilts sem kærði mann fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér reyndi ítrekað að fá upplýsingar um málið frá lögreglu. Tölvupóstunum var ekki svarað. Áður hafði verið falast eftir upplýsingum símleiðis um stöðu málsins eftir að kæra hafði verið lögð fram og fengust þá þær upplýsingar frá lögreglu að ekki væri búið að úthluta málinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag að hún kannaðist ekki við ítrekanir vegna kærunnar en verið væri að skoða málið. Fulltrúi á lögmannsstofu Sævars Þórs Jónssonar, réttargæslumanns piltsins, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst í byrjun desember til að kanna stöðuna á málinu og láta vita að von væri á viðbótargögnum vegna þess. Þeim tölvupósti var ekki svarað og heldur ekki tölvupósti sem sendur var nokkrum dögum síðar þar sem spurt var hvort gögnin væru móttekin.Pilturinn kallaður í skýrslutöku í desember Kæra vegna málsins barst lögreglu þann 22. ágúst 2017. Sævar Þór segir í samtali við Vísi að á milli september og nóvember hafi ítrekað verið hringt í lögregluna vegna málsins en þá hafi þeim verið tjáð að ekki væri búið að úthluta málinu. Í desember hafi síðan tölvupóstarnir verið sendir en þeim ekki svarað. Síðar í desember kallaði lögreglan svo piltinn í skýrslutöku. Í viðtali við Vísi fyrr í dag sagði Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, að málinu hefði verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september en athygli hefur vakið hversu langur tími leið frá því að kæra barst og þar til hinn grunaði var hnepptur í gæsluvarðhaldi. Maðurinn, sem er starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn sem svo var framlengt um viku síðastliðinn föstudag. Árni Þór sagði að um leið og það hafi legið fyrir með óyggjandi hætti að maðurinn væri núverandi starfsmaður barnaverndar hefði barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart. Það hafi ekki verið fyrr en nú í janúar og harmar Árni að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr við rannsókn málsins. Maðurinn var einnig kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni árið 2013 en það mál var fyrnt og látið niður falla.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46