Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 12:02 Dagur B. Eggertsson mun leiða lista Samfylkingarinnar. Vísir/Hanna Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47