Hart barist um 2. til 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2018 12:02 Dagur B. Eggertsson mun leiða lista Samfylkingarinnar. Vísir/Hanna Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í lok maí hófst nú klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan sjö annað kvöld. Hart er barist um annað til fjórða sæti listans en enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í forystusætið. Kosning í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík er rafræn og geta allir skráðir félagar í flokknum í borginni tekið þátt. Kjósendur eiga að raða í átta til tíu sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara hinn 27. maí í vor. Niðurstaðan er bindandi í 5 efstu sætin, með fyrirvara um kynjareglur flokksins. Kosningin hófst klukkan tólf á hádegi og stendur til klukkan 19 annað kvöld. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan hálf níu annað kvöld og verða þau kynnt á veitingastaðnum Bergson RE.Heiða Björg Hilmisdóttir sækist eftir öðru sæti.Ekki er tekist á um forystusæti listans þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri býður sig einn fram í fyrsta sætið. Hins vegar sækjast þær Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi báðar eftir öðru sætinu. Þá verður hörð barátta um þriðja sætið en þrír sækjast eftir því sæti, þeir Skúli Helgason borgarfulltrúi, Aron Leví Beck málari og byggingarfræðingur og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. Að auki sækist Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi eftir þriðja til fjórða sæti. Dóra Magnúsdóttir varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður og Magnús Már Guðmundsson formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélags Reykjavíkur sækjast líka eftir fjórða sætinu og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri sækist eftir fjórða til sjötta sæti. Kristín Soffía Jónsdóttir sækist einnig eftir öðru sætinu.Vísir/StefánEllen Calmon fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands sækist eftir fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Að auki sækist gamla kempan Guðrún Ögmundsdóttir tengiliður vistheimila og fyrrverandi þingkona og borgarfulltrúi sækist eftir fimmta til sjöunda sætinu ásamt Þorkatli Heiðarssyni náttúrufræðingi.Teitur Atlason fulltrúi á Neytendastofu sækist síðan eftir sjöunda til níunda sætinu.Borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 í kosningunum í vor og samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið myndu Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn halda meirihluta í borginni. Samfylkingin fengi sjö fulltrúa, og Píratar og Vinstri græn þrjá hvor flokks fyrir sig. Þessir flokkar mynda núverandi meirihluta ásamt Bjartri framtíð sem ekki myndi ná inn fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallups fyrir Viðskiptablaðið. En 12 borgarfulltrúa þarf til að mynda lágmarks meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels