Game of Thrones og Star Wars í eina sæng Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 05:55 David Benioff og D.B. Weiss eru að mati Lucasfilm einhverjir bestu núlifandi handritshöfundar heims. Vísir/Getty Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar. Game of Thrones Star Wars Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Lucasfilm tilkynnti í gær að David Benioff og D.B. Weiss, sem þekktastir eru fyrir sjónvarpsþáttaraðarútgáfuna af Game of Thrones, munu skrifa og framleiða nýjar myndir í Star Wars-myndabálkinum. Fram kemur á vef Entertainment Weekly að myndirnar verði ekki beint framhald af þeim myndum sem nú eru í framleiðslu eða teknar hafa verið til sýninga á síðustu árum, þ.e. Geimgengisbálknum eða The Last Jedi. Forstjóri Lucasfilm, Kathleen Kennedy, er hoppandi kát með ráðninguna enda eru þeir Benioff og Weiss að hennar mati einhverjir bestu handritshöfundar samtímans. Persónusköpun þeirra og geta þeirra til að teikna upp marglaga söguþræði muni án efa fara með Stjörnustríð á áður ókannaðar slóðir. Þeir Benioff og Weiss segjast sjálfir himinlifandi að hafa fengið þetta tækifæri. Þeir muni setjast við skriftir um leið og tökum á síðustu þáttaröð Krúnuleikanna lýkur, einhvern tímann í lok þess árs eða byrjun þess næsta. Hér að neðan má sjá stutt myndskeið sem Entertainment Weekly setti saman í tilefni ráðningarinnar.
Game of Thrones Star Wars Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira