Martröð fyrir héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í Útsvari Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2018 10:56 Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni og þar eru heilu svæðin ryksuguð, að sögn Magnúsar Ragnarssonar. Spurningaþátturinn Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni. Og hrein og klár martröð fyrir minni héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í keppninni. Þá ryksugi auglýsingadeild Ríkisútvarpsins svæðið. Þetta segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Sjónvarps Símans. Hann var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi afdráttarlaust meðal annars efni greinar hans sem birtist í Fréttablaðinu á föstudaginn.Talsverð umræða hefur orðið í kjölfar þess að nefnd um stöðu einkarekinna fjölmiðla skilaði nýverið skýrslu þar sem meðal annars er lagt til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði.Auglýsingadeildin eirir enguMagnús segir auglýsingadeild Ríkisútvarpsins stunda grimm undirboð á markaði og sé í raun að kæfa allt og alla með veru sinni á auglýsingamarkaði. „Með fjóra milljarða í forgjöf í dagskrárefni þá býður Ríkisútvarpið uppá mjög gott dagskrárefni eðli málsins samkvæmt. En þeir eira engu í sölunni. Það er engin önnur ríkisstofnun sem gefur þér sérdíl í lok mánaðar af því að sölumaðurinn er ekki búinn að ná áætlun.“Magnús nefnir sem dæmi síðasta tilboð sem hann fékk að hann geti fengið fríar birtingar í vetrarólympíuleikunum ef hann komi bara nógu mikið annað inn í dagskrána. „Þetta er í lok janúar, Ríkisútvarpið er undir áætlun. Þeir þurfa að ná áætlun.“ Magnús segir að það séu reglur sem auglýsingadeild Ríkisútvarpsins brjóti en það gerist lítið sem ekkert. Hann segir dagskráin taki mið af þörfum auglýsingageirans. Séríslensk dagskrárhefð, til að mynda þekkist ekki styttri þættir en 70 til 80 mínútur til að koma inn sérstöku auglýsingahólfi. Kostun fyrir 185 milljónir í fyrra, sem Magnús segir bara eitt form auglýsingasölu. Það sé bara kallað annað.Ryksuga heilu landsvæðin með Útsvar á oddinumHann segist finna mest til með litlum fjölmiðlum, héraðsvefir, bæjarblöðum úti á landi.Sirkusinn er kominn í bæinn. Frá síðustu viðureign Útsvars hvar Héraðsbúar lögðu granna sína niðri á Fjörðum. Sætur sigur en þeir sem til dæmis reka Dagskrá á Austurlandi svitna.skjáskot„Það versta sem getur gerst á þessum stöðum, hvort sem það er Ísafjörður eða Seyðisfjörður, er ef liðið þeirra kemst áfram í Útsvari. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lítinn miðil úti á landi,“ segir Magnús. Og hann heldur áfram: Því það sem gerist er að þá hringir auglýsingadeild RÚV í hvert einasta fyrirtæki á því svæði og býður skjáauglýsingu: Viltu ekki styðja þitt lið, viltu ekki samlesnar auglýsingar þar sem segir að Hjólbarðaverkstæði Seyðisfjarðar styðji liðið? Þar með klárast auglýsinga-budgett á þessum stöðum. Eftir sitja héraðsmiðlarnir með sárt ennið. Þetta er mjög leiðinleg staða fyrir þá. Þeir finna miklu meira fyrir þessu hlutfallslega en stærri miðlar hér í bænum.“ Magnús segist þekkja ótal dæmi um þetta, þar sem grátið er undan Útsvari og sölumönnunum.Kostnaðarsöm útgerðMagnús segir að það kosti peninga að sækja alla þá peninga sem Ríkisútvarpið sogi til sín. Það kosti 600 milljónir að reka auglýsingadeildina þá með ýmsum beinum og óbeinum kostnaði. „Það er sölukostnaður, það er þátttaka í lifandi áhorfsmælingum sem þurfa að vera daglegar útaf sölunni, það eru þjónustulaun sem eru borguð til baka til auglýsingastofa, ég veit ekki af hverju þau þurfa að vera til ef auglýsingastofurnar þurfa svona mikið á RÚV að halda – af hverju þarf að vera eitthvað „kick-back“ til þeirra ... þetta eru miklir peningar,“ segir Magnús. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Spurningaþátturinn Útsvar er lykill auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins að landsbyggðinni. Og hrein og klár martröð fyrir minni héraðsmiðla komist lið svæðisins áfram í keppninni. Þá ryksugi auglýsingadeild Ríkisútvarpsins svæðið. Þetta segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri Sjónvarps Símans. Hann var gestur útvarpsþáttarins Bítið á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann ræddi afdráttarlaust meðal annars efni greinar hans sem birtist í Fréttablaðinu á föstudaginn.Talsverð umræða hefur orðið í kjölfar þess að nefnd um stöðu einkarekinna fjölmiðla skilaði nýverið skýrslu þar sem meðal annars er lagt til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði.Auglýsingadeildin eirir enguMagnús segir auglýsingadeild Ríkisútvarpsins stunda grimm undirboð á markaði og sé í raun að kæfa allt og alla með veru sinni á auglýsingamarkaði. „Með fjóra milljarða í forgjöf í dagskrárefni þá býður Ríkisútvarpið uppá mjög gott dagskrárefni eðli málsins samkvæmt. En þeir eira engu í sölunni. Það er engin önnur ríkisstofnun sem gefur þér sérdíl í lok mánaðar af því að sölumaðurinn er ekki búinn að ná áætlun.“Magnús nefnir sem dæmi síðasta tilboð sem hann fékk að hann geti fengið fríar birtingar í vetrarólympíuleikunum ef hann komi bara nógu mikið annað inn í dagskrána. „Þetta er í lok janúar, Ríkisútvarpið er undir áætlun. Þeir þurfa að ná áætlun.“ Magnús segir að það séu reglur sem auglýsingadeild Ríkisútvarpsins brjóti en það gerist lítið sem ekkert. Hann segir dagskráin taki mið af þörfum auglýsingageirans. Séríslensk dagskrárhefð, til að mynda þekkist ekki styttri þættir en 70 til 80 mínútur til að koma inn sérstöku auglýsingahólfi. Kostun fyrir 185 milljónir í fyrra, sem Magnús segir bara eitt form auglýsingasölu. Það sé bara kallað annað.Ryksuga heilu landsvæðin með Útsvar á oddinumHann segist finna mest til með litlum fjölmiðlum, héraðsvefir, bæjarblöðum úti á landi.Sirkusinn er kominn í bæinn. Frá síðustu viðureign Útsvars hvar Héraðsbúar lögðu granna sína niðri á Fjörðum. Sætur sigur en þeir sem til dæmis reka Dagskrá á Austurlandi svitna.skjáskot„Það versta sem getur gerst á þessum stöðum, hvort sem það er Ísafjörður eða Seyðisfjörður, er ef liðið þeirra kemst áfram í Útsvari. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lítinn miðil úti á landi,“ segir Magnús. Og hann heldur áfram: Því það sem gerist er að þá hringir auglýsingadeild RÚV í hvert einasta fyrirtæki á því svæði og býður skjáauglýsingu: Viltu ekki styðja þitt lið, viltu ekki samlesnar auglýsingar þar sem segir að Hjólbarðaverkstæði Seyðisfjarðar styðji liðið? Þar með klárast auglýsinga-budgett á þessum stöðum. Eftir sitja héraðsmiðlarnir með sárt ennið. Þetta er mjög leiðinleg staða fyrir þá. Þeir finna miklu meira fyrir þessu hlutfallslega en stærri miðlar hér í bænum.“ Magnús segist þekkja ótal dæmi um þetta, þar sem grátið er undan Útsvari og sölumönnunum.Kostnaðarsöm útgerðMagnús segir að það kosti peninga að sækja alla þá peninga sem Ríkisútvarpið sogi til sín. Það kosti 600 milljónir að reka auglýsingadeildina þá með ýmsum beinum og óbeinum kostnaði. „Það er sölukostnaður, það er þátttaka í lifandi áhorfsmælingum sem þurfa að vera daglegar útaf sölunni, það eru þjónustulaun sem eru borguð til baka til auglýsingastofa, ég veit ekki af hverju þau þurfa að vera til ef auglýsingastofurnar þurfa svona mikið á RÚV að halda – af hverju þarf að vera eitthvað „kick-back“ til þeirra ... þetta eru miklir peningar,“ segir Magnús.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óháð Ríkisútvarp – betra Ríkisútvarp Staða Ríkisútvarpsins er nú orðin sú sem BBC telur brýnt að forðast: Hagsmunir auglýsenda stýra dagskrárstefnunni og í kjölfarið ryksugar stærsta söludeild íslenskra fjölmiðla tekjur úr hverju horni markaðarins. 2. febrúar 2018 07:00
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10
RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5. febrúar 2018 06:00