Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 20:03 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður hefur gert kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti sem dómari í máli í Landsrétti vegna vanhæfis. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að Vilhjálmur lagði þessa kröfu fram í Landsrétti á föstudag. Arnfríður Einarsdóttir var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Arnfríður er eiginkona Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Arnfríður er einn þriggja dómara í málinu sem verður tekið fyrir í Landsrétti á þriðjudag. Hinir tveir eru Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Vilhjálmur Hans er verjandi ákærða í málinu. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í samtali við Vísi að dómararnir í málinu muni taka afstöðu til málsins. Hann segir að þeir muni hittast á morgun og taka afstöðu til hvaða aðferð verði beitt í málinu. „Lögum samkvæmt tekur dómari afstöðu til eigins hæfis og fellur það í hennar skaut ásamt þeim sem eru í málinu,“ segir Björn um Arnfríði og meðdómara hennar í málinu. Björn vildi að öðru leyti lítið tjá sig efnislega um málið. Sem fyrr segir var Arnfríður á meðal fjögurra dómara Landsréttar sem dómsmálaráðherra skipaði þvert á tillögu hæfnisnefndar. Sjá einnig: Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraLögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fóru í mál við íslenska ríkið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að skipa þá ekki dómara þvert á tillögu hæfnisnefndar. Lögmennirnir tveir voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefndin mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Kröfðust Ástráður og Jóhannes að Hæstiréttur myndi ógilda ákvörðun ráðherra. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni en í dómnum kom fram að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu nægilega vel við mat á hæfi umsækjenda og því málsmeðferðin andstæð 10 . grein stjórnsýslulaga. Samkvæmt heimildum Vísis vísar Vilhjálmur Hans í nýlegan dóm almenns dómstóls Evrópubandalagsins þar sem kemur fram að ólögmæt skipun dómara geti leitt til þess að dómar hans verði ómerktir. Er einnig vísað í dóm EFTA-dómstólsins vegna annmarka á skipan norsks dómara. Krafa Vilhjálms er því reist á því að úr því að Hæstiréttur kvað upp þann dóm að málsmeðferðin við val dómsmálaráðherra hafi verið andstæð stjórnsýslulögum geti það leitt til þess að dómar Arnfríðar verði ómerktir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali“ Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að dómnefnd um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt myndi komast að þeirri niðurstöðu að akkúrat 15 einstaklingar væru hæfastir í þær 15 stöður sem skipa þurfti við dóminn. 31. janúar 2018 11:05