Þorsteinn Pálsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar komu til umræðu yfirlýsingar núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra að Brexit feli í sér ný tækifæri fyrir Ísland.
„Hvað er Brexit? Brexit er einhliða uppsögn Breta gagnvart okkur og öðrum þjóðum á evrópska efahagssvæðinu á hagstæðasta og mikilvægasta verslunar- og efnahagssamningi sem við höfum nokkru sinni gert.
Þeir segja þessum samningi upp af því að þeir vilja bæta stöðu sína. Og þeir ætla að vinna upp það sem þeir kunna hugsanlega að tapa í samningum við Evrópusambandið, það ætla þeir að vinna upp í tvíhliða samningum.
Þannig að það stöðumat, sem kemur fram í þessum yfirlýsingum og hefur birst frá þremur ríkisstjórnum núna... Annað hvort er beinlínis vísvitandi verið að villa um fyrir fólki eða að menn hafa ekki rétt stöðumat. Og það er auðvitað mjög hættulegt ef menn hafa ekki rétt mat á stöðu Íslands,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni að neðan.