Skýrsla um geðheilbrigðismál: Betri þjónusta tryggð með auknu samstarfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 12:00 María Einisdóttirframkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. Vísir/Valli Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu. Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Byggja á upp geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum, efla forvarnir og fjölga búsetuúrræðum um allt land. Þetta eru verkefni sem sett voru í forgang af hundrað manna stefnumótunarfundi um geðheilbrigðismál á Íslandi. Fundinn sóttu aðilar frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum, ríkisstofnunum og öðrum sem koma að geðheilbrigðismálum á Íslandi. Fundurinn var haldinn í september og nú er komin út skýrsla með helstu niðurstöðum fundarins. Ákveðin verkefni voru sett í forgang og segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, markmiðið vera aukna samvinnu, skýrari verkaskiptingu og notendamiðaðri þjónustu. „Það var eiginlega niðurstaða fundarins að með því að auka samvinnu þá erum við að tryggja miklu betri þjónustu,“ segir María Einisdóttir. Þau verkefni sem stefnt er að á næstu mánuðum er að virkja heilsugæslustöðvar betur, fjölga fagfólki á Landspítala, geðræktarstarf í skólum og tryggja búsetuúrræði á vegum sveitarfélaga um allt land.Álag kalli á aukið samstarf Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir aukið álag í þessum málaflokki sem kalli á aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga. „Af því að þetta er málaflokkur sem á við heilbrigðisvanda að stríða. Við þurfum að leysa það ekki einungis húsnæðislega séð heldur líka meðferðarþáttinn. Þarf að vera gott samstarf þarna á milli,“ segir Sigþrúður Erla og bendir á að samtalið sé mikilvægast en fjármagn þurfi einnig að fylgja með. Í skýrslu frá samráðsfundinum kemur einmitt fram að til næstu tveggja ára þurfi að veita auknu fjármagni í geðheilbrigðisþjónustu, hækka laun heilbrigðisstarfsfólks og stuðla að gjaldfrálsri geðheilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira