Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:00 Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María. Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00