Þurfum alltaf á nýjum bókum og rökum að halda Magnús Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra segir Hagþenki hvetja fræðasamfélagið til þess að miðla fræðslu til almennings. Visir/Stefán Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna en félagið sækir nafn sitt til rits sem Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem gefið var út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt. Allt frá 1987 hefur félagið veitt höfundum viðurkenningar fyrir efni er hefur þótt skara fram úr og síðastliðin tíu ár hafa 10 bækur verið tilnefndar rétt eins og núna og mikið er lagt upp úr fjölbreytni, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis. „Við viljum að þessi listi endurspegli ólík fræðirit og kennslugögn og að auki er hann hugsaður meira fyrir almenning en háskólasamfélagið eins og skipulagsskrá verðlaunanna kveður á um, en það er sérstakt viðurkenningarráð skipað fimm félagsmönnum sem alfarið velur á listann, eftir að hafa hist vikulega í tvo mánuði og borið saman bækur, þannig að við – Hagþenkir – leitumst við að miðla ákveðnum bókum sem viðurkenningarráðið metur að séu framúrskarandi fyrir almenning.“ Aðspurð hvort það sé nægur hvati til staðar í fræðasamfélaginu til þess að skrifa fyrir almenning segir Friðbjörg að svo sé því miður ekki og oft kostnaður fyrir höfundana. „Nei, og að auki þá held ég að það hafi dregið úr þessari hvatningu vegna þess að háskólakennararnir virðast fá fleiri stig fyrir að skrifa fræðigreinar í fræðirit, oftast á ensku, tilvitnanir skipta mestu máli og því velja þeir að fara þá leið. Ég veit til dæmis til þess að það hafi verið skrifuð mögnuð bók um búsáhaldabyltinguna en hún er til sem fræðirit á ensku og þá einmitt skrifuð inn í alþjóðlegu fræðiumræðuna fremur en til almennings.“Friðbjörg bætir við að í raun vanti upp á það að fræðimenn geti miðlað þessum skrifum betur til almennings. „Ég held að kerfið þyrfti að vera meira hvetjandi gagnvart skrifum fyrir almenning. Oft eru þetta ákveðnar grunnrannsóknir og eitthvað sem varðar okkur öll sem er svo mikilvægt að við almenningur fáum að fylgjast með. Efni sem er búið að greina og vinna vel en það þarf að ná betur til almennings í landinu.“ Friðbjörg leggur áherslu á að sambandið á milli háskólans og samfélagsins þyrfti að vera mun virkara. „Segjum bara að lestri sé ábótavant, svo dæmi sé tekið, en þá getur vel verið að það sé skrifað meira um það í erlendu samhengi en jafnvel til almennings. Þá vantar okkur ákveðnar línur eða ramma um það hvað á að ræða um og af hverju. Háskólinn á að styðja við almenna umræðu í landinu og þá sérstaklega gagnrýna umræðu, ekki endilega niðurrífandi, heldur gagnrýna, þar sem er verið að rökræða. Lýðræðið þarf alltaf á nýjum bókum og rökum að halda.“ En finnið þið hjá Hagþenki fyrir því að þessar tilnefningar og verðlaun hjálpi þessum ritum sem þó koma út til þess að ná til almennings? „Já, ég held að það geri það. Athyglin er alltaf að aukast jafnt og þétt og svo er verðlaunaféð líka það veglegt, ein milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund, ívið hærra en Íslensku bókmenntaverðlaunin,“ segir Friðbjörg kankvís. „En mér finnst að eftir að við fórum að tilnefna tíu bækur á lista þá hafi það gert meira fyrir fleiri. Þetta vekur athygli á þessum bókum af því að sumar þessara bóka eru alla jafna ekki mikið í umræðunni þó svo aðrar séu það vissulega. Það er heilmikill heiður fólginn í þessu og þetta spyrst víða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar. Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna en félagið sækir nafn sitt til rits sem Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um „almennt stand á Íslandi“, lærdóm og bókiðnir. Eftir þessu handriti, sem gefið var út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt. Allt frá 1987 hefur félagið veitt höfundum viðurkenningar fyrir efni er hefur þótt skara fram úr og síðastliðin tíu ár hafa 10 bækur verið tilnefndar rétt eins og núna og mikið er lagt upp úr fjölbreytni, segir Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis. „Við viljum að þessi listi endurspegli ólík fræðirit og kennslugögn og að auki er hann hugsaður meira fyrir almenning en háskólasamfélagið eins og skipulagsskrá verðlaunanna kveður á um, en það er sérstakt viðurkenningarráð skipað fimm félagsmönnum sem alfarið velur á listann, eftir að hafa hist vikulega í tvo mánuði og borið saman bækur, þannig að við – Hagþenkir – leitumst við að miðla ákveðnum bókum sem viðurkenningarráðið metur að séu framúrskarandi fyrir almenning.“ Aðspurð hvort það sé nægur hvati til staðar í fræðasamfélaginu til þess að skrifa fyrir almenning segir Friðbjörg að svo sé því miður ekki og oft kostnaður fyrir höfundana. „Nei, og að auki þá held ég að það hafi dregið úr þessari hvatningu vegna þess að háskólakennararnir virðast fá fleiri stig fyrir að skrifa fræðigreinar í fræðirit, oftast á ensku, tilvitnanir skipta mestu máli og því velja þeir að fara þá leið. Ég veit til dæmis til þess að það hafi verið skrifuð mögnuð bók um búsáhaldabyltinguna en hún er til sem fræðirit á ensku og þá einmitt skrifuð inn í alþjóðlegu fræðiumræðuna fremur en til almennings.“Friðbjörg bætir við að í raun vanti upp á það að fræðimenn geti miðlað þessum skrifum betur til almennings. „Ég held að kerfið þyrfti að vera meira hvetjandi gagnvart skrifum fyrir almenning. Oft eru þetta ákveðnar grunnrannsóknir og eitthvað sem varðar okkur öll sem er svo mikilvægt að við almenningur fáum að fylgjast með. Efni sem er búið að greina og vinna vel en það þarf að ná betur til almennings í landinu.“ Friðbjörg leggur áherslu á að sambandið á milli háskólans og samfélagsins þyrfti að vera mun virkara. „Segjum bara að lestri sé ábótavant, svo dæmi sé tekið, en þá getur vel verið að það sé skrifað meira um það í erlendu samhengi en jafnvel til almennings. Þá vantar okkur ákveðnar línur eða ramma um það hvað á að ræða um og af hverju. Háskólinn á að styðja við almenna umræðu í landinu og þá sérstaklega gagnrýna umræðu, ekki endilega niðurrífandi, heldur gagnrýna, þar sem er verið að rökræða. Lýðræðið þarf alltaf á nýjum bókum og rökum að halda.“ En finnið þið hjá Hagþenki fyrir því að þessar tilnefningar og verðlaun hjálpi þessum ritum sem þó koma út til þess að ná til almennings? „Já, ég held að það geri það. Athyglin er alltaf að aukast jafnt og þétt og svo er verðlaunaféð líka það veglegt, ein milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund, ívið hærra en Íslensku bókmenntaverðlaunin,“ segir Friðbjörg kankvís. „En mér finnst að eftir að við fórum að tilnefna tíu bækur á lista þá hafi það gert meira fyrir fleiri. Þetta vekur athygli á þessum bókum af því að sumar þessara bóka eru alla jafna ekki mikið í umræðunni þó svo aðrar séu það vissulega. Það er heilmikill heiður fólginn í þessu og þetta spyrst víða.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. febrúar.
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira