Ómáluð á forsíðu ítalska Vogue Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2018 09:30 Glamour/Getty Fyrirsætan Gisele Bündchen er nýjasta forsíðufyrirsæta ítalska Vogue í febrúarheftinu sem kemur út þann 6 febrúar næstkomandi. Fyrirsætan deildi sjálf myndunum á Instagram í gær en forsíðuþátturinn og viðtalið ber yfirskriftina Sunnudagur með Gisele - en myndirnar eru teknar á hennar eigin heimili og segist fyrirsætan hvorki hafa fengið hárgreiðslu né förðun fyrir tökuna. Mjög afslöppuð myndtaka sem endurspeglast í gullfallegum myndum af brasilísku fegurðardísinni. Það er óvanalegt að Gisele opni dyrnar á sitt eigið heimili en hún er gift bandaríska NFL leikmanninum Tom Brady, sem er einmitt að keppa um sinn sjötta Super Bowl titil á sunnudaginn með liði sínu New England Patriots. Hann og börnin þeirra tvö koma einmitt líka fyrir í myndaþættinum fyrir Vogue en það var ljósmyndarinn Jamie Hawkesworth sem tók myndirnar. Þetta er í fyrsta sinn sem ítalska Vogue birtir myndir af fyrirsætu á forsíðunni með engri stíliseringu, förðun eða hári og þetta er líka í fyrsta sinn sem Gisele hleypir fjölmiðli inn á eigið heimili. Sunday early morning with no hair, no makeup at home for @vogueitalia . Thank you @jamie.hawkesworth @gb65 @efarneti and Richard Mason ( nice chatting with you on skype ) Domingo cedinho em casa sem maquiagem ou cabelo feitos para Vogue Itália. A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Feb 1, 2018 at 1:37am PST Sunday early morning with no hair, no makeup at home for @vogueitalia. Thank you @jamie.hawkesworth @gb65 @efarneti and Richard Mason ( nice chatting with you on skype ) Domingo cedinho em casa sem maquiagem ou cabelo feitos para Vogue Itália. A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Feb 1, 2018 at 4:10am PST Mest lesið Vilja líka banna "microbeads“ í Bretlandi Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour Rodarte x &Other Stories Glamour Í sérsaumuðum jakkafötum frá Stellu McCartney Glamour Fatastíll Celine Dion vekur verðskuldaða athygli Glamour Tískuelítan í LA verðlaunar sig Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour
Fyrirsætan Gisele Bündchen er nýjasta forsíðufyrirsæta ítalska Vogue í febrúarheftinu sem kemur út þann 6 febrúar næstkomandi. Fyrirsætan deildi sjálf myndunum á Instagram í gær en forsíðuþátturinn og viðtalið ber yfirskriftina Sunnudagur með Gisele - en myndirnar eru teknar á hennar eigin heimili og segist fyrirsætan hvorki hafa fengið hárgreiðslu né förðun fyrir tökuna. Mjög afslöppuð myndtaka sem endurspeglast í gullfallegum myndum af brasilísku fegurðardísinni. Það er óvanalegt að Gisele opni dyrnar á sitt eigið heimili en hún er gift bandaríska NFL leikmanninum Tom Brady, sem er einmitt að keppa um sinn sjötta Super Bowl titil á sunnudaginn með liði sínu New England Patriots. Hann og börnin þeirra tvö koma einmitt líka fyrir í myndaþættinum fyrir Vogue en það var ljósmyndarinn Jamie Hawkesworth sem tók myndirnar. Þetta er í fyrsta sinn sem ítalska Vogue birtir myndir af fyrirsætu á forsíðunni með engri stíliseringu, förðun eða hári og þetta er líka í fyrsta sinn sem Gisele hleypir fjölmiðli inn á eigið heimili. Sunday early morning with no hair, no makeup at home for @vogueitalia . Thank you @jamie.hawkesworth @gb65 @efarneti and Richard Mason ( nice chatting with you on skype ) Domingo cedinho em casa sem maquiagem ou cabelo feitos para Vogue Itália. A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Feb 1, 2018 at 1:37am PST Sunday early morning with no hair, no makeup at home for @vogueitalia. Thank you @jamie.hawkesworth @gb65 @efarneti and Richard Mason ( nice chatting with you on skype ) Domingo cedinho em casa sem maquiagem ou cabelo feitos para Vogue Itália. A post shared by Gisele Bündchen (@gisele) on Feb 1, 2018 at 4:10am PST
Mest lesið Vilja líka banna "microbeads“ í Bretlandi Glamour Eru háir hælar hættulegir? Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Blúndu-leggir og þykkar kápur Glamour Rodarte x &Other Stories Glamour Í sérsaumuðum jakkafötum frá Stellu McCartney Glamour Fatastíll Celine Dion vekur verðskuldaða athygli Glamour Tískuelítan í LA verðlaunar sig Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour "Til ykkar sem ætlið að gagnrýna holdarfar mitt...“ Glamour