Dómsmálaráðherra boðar blaðamenn á fund sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2018 08:54 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í september síðastliðnum. vísir/anton brink Dómsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, 2. febrúar, klukkan 13.15 í dómsmálaráðuneytinu við Sölvhólsgötu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. Einnig verður nýsamþykkt aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu kynnt en ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á framkvæmd hennar á komandi árum. Fram hefur komið að pottur var brotinn varðandi starfsmann barnaverndar í Reykjavík sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart börnum. Maðurinn hefur starfað með börnum áratugum saman og gerði það enn á meðan lögregla var með kæru á hendur honum til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fyrr í vikunni eru tæplega 160 kynferðisbrotamál á borði lögreglu sem sex rannsóknarlögreglumenn sinna. Dómsmálaráðherra hefur sagt manneklu enga afsökun fyrir því sem miður hefur farið við rannsókn fyrrnefnds kynferðisbrotamáls. Ráðherra tekur við spurningum og verður til viðtals um málið að loknum fundi sé þess óskað. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, 2. febrúar, klukkan 13.15 í dómsmálaráðuneytinu við Sölvhólsgötu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. Einnig verður nýsamþykkt aðgerðaráætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu kynnt en ríkisstjórnin hefur lagt sérstaka áherslu á framkvæmd hennar á komandi árum. Fram hefur komið að pottur var brotinn varðandi starfsmann barnaverndar í Reykjavík sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart börnum. Maðurinn hefur starfað með börnum áratugum saman og gerði það enn á meðan lögregla var með kæru á hendur honum til rannsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fyrr í vikunni eru tæplega 160 kynferðisbrotamál á borði lögreglu sem sex rannsóknarlögreglumenn sinna. Dómsmálaráðherra hefur sagt manneklu enga afsökun fyrir því sem miður hefur farið við rannsókn fyrrnefnds kynferðisbrotamáls. Ráðherra tekur við spurningum og verður til viðtals um málið að loknum fundi sé þess óskað. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00