Samfélag örvæntingar Bergur Ebbi skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Ég er að hugsa um stemninguna. Líklegast er það rétt sem greinendur efnahagslífsins segja. Við erum ekki að fara inn í annað hrun. Ekkert í líkingu við það sem gerðist 2008. Fólk og fyrirtæki eiga meira í eignum sínum. Við eigum nóg af erlendum gjaldeyri og skuldum lítið í útlöndum. Og vonandi reynist það rétt og við sleppum við ástand örvæntingar. En örvænting hefur raunar ekkert með efnahagsmál að gera. Örvænting er sjálfstæð tilfinning – og þó að efnahagsmál geti verið kveikjan að henni, þá er eldgjafi hennar, sjálft bensínið, ávallt eitthvað annað. Það getur nefnilega verið að fókus okkar sé um of á verðbólguvísitölur og önnur efnahagsleg viðmið. Við erum jú auðvitað sífellt brennd af hagkerfis-jójóinu sem öll vestræn hagkerfi taka þátt í, og okkar land með sérstökum öfgum. En einmitt meðan efnahagsvísitölur fá of mikinn fókus, þá gleymist að huga að öðrum þáttum. Paranoja grefur um sig. Þegar maður veit ekki fyrir hvað fólk stendur. Vottarnir sem banka á dyrnar þínar eru allavega mættir í nafni Krists – en stór hluti þess sem bankar á rafrænar dyr þínar á samfélagsmiðlum eru duldar auglýsingar fyrir sódavatn, strigaskó, stjórnmálaflokka, þvagræsislyf eða bara auglýsingar fyrir hið ómótstæðilega vörumerki sem sérhver manneskja er orðin. Já. Paranoja. Ofsóknaræði. Það er stórt orð, en óþægilega kunnuglegt fyrir fjölmarga. Þegar fólk og skoðanir þess eru svo gríðarlega uppáþrengjandi en samt er maður svo kyrfilega afmarkaður frá þeim. Enda þarf maður ekki að rífast við neinn lengur. Hvers vegna ætti ég að hafa skoðun á einhverri plötu eða ljóðabók þegar ég get svo léttilega síað aðeins það inn í vitund mína sem ég veit fyrirfram að mér mun líka? Það er líka svo leiðinlegt að rífast. Átakasækið fólk er gjarnara á að fá hjartaáföll. Pant ekki ég. Það kann að vera að mér finnist fjölmargt í samfélaginu lélegt, leiðinlegt og illa úthugsað. En hvers vegna ætti ég að hafa orð á því? Þessir kjarasamningar munu klárast, þessi ljóð munu gleymast, þessi stormur mun líða hjá. Reiknilíkönin sýna mér það svart á hvítu. En hvers vegna þá þessi paranoja? Því hvað ef ljóðin sem gleymast innihéldu orðin sem ég þurfti að heyra? Hvað ef uppáhalds sjónvarpsserían mín er bara uppáhalds sjónvarpsserían mín vegna þess að Netflix reiknaði út að svo væri? Hvað er annars í gangi handan síunnar, filtersins, sem ég hef sett upp? Er verið að tala um eitthvað óþægilegt? Eitthvað sem ég ætti að heyra en hef síað burt úr tilvist minni því það er vandræðalegt, asnalegt, neyðarlegt? Það er ekkert ýkt að nota orð eins og paranoja. Geðlæknarnir þekkja einkennin og leysa út lyfin sem aldrei fyrr. Og það er ekkert að þeirra greiningum eða ávísunum. Sá sem heldur það er hinn sami og heldur að eldgos séu fjallinu að kenna. Það sem málið snýst um er auðvitað hvers vegna fólk vilji á annað borð deyfa sig og hvað það er sem fær músík til að hljóma eins og hún sé samin og flutt af fólki í móki. Fólk deyfir sig, hjúpar kvíðann með pillum, miklu fleiri deyfa sig til dauða en við þorum að horfast í augu við. Og það þarf meira en ráðlagðan dagskammt af skandinavískum inniskós-sósíalisma til að að stemma stigu við þessari þróun. Það sem hrjáir okkur er ekki bara hefðbundið lífsgæðakapphlaup af gamla skólanum. Því það sem er markaðsvætt er ekki aðeins hið efnislega, heldur einnig hið siðferðislega. Vörur og hugmyndir eru seldar í krafti mannúðar. Ekki aðeins gegn greiðslu peninga, heldur með vöruskiptum við aðrar hugmyndir og aðra mannúð. Lánaðu andlitið þitt í þetta, gerðu það verðmætara, í skiptum við stuðning við börn í neyð, konur í neyð, dýr í neyð. Allir græða. Fokk ofbeldi, vegna þess að flott fólk segir það. Og maður reynir að vera góður. En auðvitað er maður ekkert góður. Maður getur verið ábyrgur, nákvæmur, taktviss, með eyrun opin og leitandi að réttu svörunum. En maður er varla góður. Síðan hvenær er manni ætlað að dæma sjálfan sig góðan eða ekki? Það er meiri ábyrgð en einstaklingur ræður við. Frekar vil ég rífa kjaft í harðlínuátökum en að standa í slíkri sjálfdæmingu. Frekar læt ég reiðan og skapvondan Guð dæma mig en að dæma mig sjálfur. Samfélag sem ætlar hverjum og einum að meta virði sitt, gildi sín og stefnu – það er samfélag sem virkar ágætlega í hagsveiflu og stemningu. En um leið og eitthvað klikkar, þá er það samfélag örvæntingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun
Ég er að hugsa um stemninguna. Líklegast er það rétt sem greinendur efnahagslífsins segja. Við erum ekki að fara inn í annað hrun. Ekkert í líkingu við það sem gerðist 2008. Fólk og fyrirtæki eiga meira í eignum sínum. Við eigum nóg af erlendum gjaldeyri og skuldum lítið í útlöndum. Og vonandi reynist það rétt og við sleppum við ástand örvæntingar. En örvænting hefur raunar ekkert með efnahagsmál að gera. Örvænting er sjálfstæð tilfinning – og þó að efnahagsmál geti verið kveikjan að henni, þá er eldgjafi hennar, sjálft bensínið, ávallt eitthvað annað. Það getur nefnilega verið að fókus okkar sé um of á verðbólguvísitölur og önnur efnahagsleg viðmið. Við erum jú auðvitað sífellt brennd af hagkerfis-jójóinu sem öll vestræn hagkerfi taka þátt í, og okkar land með sérstökum öfgum. En einmitt meðan efnahagsvísitölur fá of mikinn fókus, þá gleymist að huga að öðrum þáttum. Paranoja grefur um sig. Þegar maður veit ekki fyrir hvað fólk stendur. Vottarnir sem banka á dyrnar þínar eru allavega mættir í nafni Krists – en stór hluti þess sem bankar á rafrænar dyr þínar á samfélagsmiðlum eru duldar auglýsingar fyrir sódavatn, strigaskó, stjórnmálaflokka, þvagræsislyf eða bara auglýsingar fyrir hið ómótstæðilega vörumerki sem sérhver manneskja er orðin. Já. Paranoja. Ofsóknaræði. Það er stórt orð, en óþægilega kunnuglegt fyrir fjölmarga. Þegar fólk og skoðanir þess eru svo gríðarlega uppáþrengjandi en samt er maður svo kyrfilega afmarkaður frá þeim. Enda þarf maður ekki að rífast við neinn lengur. Hvers vegna ætti ég að hafa skoðun á einhverri plötu eða ljóðabók þegar ég get svo léttilega síað aðeins það inn í vitund mína sem ég veit fyrirfram að mér mun líka? Það er líka svo leiðinlegt að rífast. Átakasækið fólk er gjarnara á að fá hjartaáföll. Pant ekki ég. Það kann að vera að mér finnist fjölmargt í samfélaginu lélegt, leiðinlegt og illa úthugsað. En hvers vegna ætti ég að hafa orð á því? Þessir kjarasamningar munu klárast, þessi ljóð munu gleymast, þessi stormur mun líða hjá. Reiknilíkönin sýna mér það svart á hvítu. En hvers vegna þá þessi paranoja? Því hvað ef ljóðin sem gleymast innihéldu orðin sem ég þurfti að heyra? Hvað ef uppáhalds sjónvarpsserían mín er bara uppáhalds sjónvarpsserían mín vegna þess að Netflix reiknaði út að svo væri? Hvað er annars í gangi handan síunnar, filtersins, sem ég hef sett upp? Er verið að tala um eitthvað óþægilegt? Eitthvað sem ég ætti að heyra en hef síað burt úr tilvist minni því það er vandræðalegt, asnalegt, neyðarlegt? Það er ekkert ýkt að nota orð eins og paranoja. Geðlæknarnir þekkja einkennin og leysa út lyfin sem aldrei fyrr. Og það er ekkert að þeirra greiningum eða ávísunum. Sá sem heldur það er hinn sami og heldur að eldgos séu fjallinu að kenna. Það sem málið snýst um er auðvitað hvers vegna fólk vilji á annað borð deyfa sig og hvað það er sem fær músík til að hljóma eins og hún sé samin og flutt af fólki í móki. Fólk deyfir sig, hjúpar kvíðann með pillum, miklu fleiri deyfa sig til dauða en við þorum að horfast í augu við. Og það þarf meira en ráðlagðan dagskammt af skandinavískum inniskós-sósíalisma til að að stemma stigu við þessari þróun. Það sem hrjáir okkur er ekki bara hefðbundið lífsgæðakapphlaup af gamla skólanum. Því það sem er markaðsvætt er ekki aðeins hið efnislega, heldur einnig hið siðferðislega. Vörur og hugmyndir eru seldar í krafti mannúðar. Ekki aðeins gegn greiðslu peninga, heldur með vöruskiptum við aðrar hugmyndir og aðra mannúð. Lánaðu andlitið þitt í þetta, gerðu það verðmætara, í skiptum við stuðning við börn í neyð, konur í neyð, dýr í neyð. Allir græða. Fokk ofbeldi, vegna þess að flott fólk segir það. Og maður reynir að vera góður. En auðvitað er maður ekkert góður. Maður getur verið ábyrgur, nákvæmur, taktviss, með eyrun opin og leitandi að réttu svörunum. En maður er varla góður. Síðan hvenær er manni ætlað að dæma sjálfan sig góðan eða ekki? Það er meiri ábyrgð en einstaklingur ræður við. Frekar vil ég rífa kjaft í harðlínuátökum en að standa í slíkri sjálfdæmingu. Frekar læt ég reiðan og skapvondan Guð dæma mig en að dæma mig sjálfur. Samfélag sem ætlar hverjum og einum að meta virði sitt, gildi sín og stefnu – það er samfélag sem virkar ágætlega í hagsveiflu og stemningu. En um leið og eitthvað klikkar, þá er það samfélag örvæntingar. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun