Íslensk hönnun á BAFTA-verðlaununum Ritstjórn skrifar 19. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru. BAFTA Mest lesið Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Alicia Keys svarar Adam Levine fullum hálsi Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour
Leikstjórinn Rungano Nyoni klæddist íslenskri hönnun á BAFTA-verðlaununum, sem haldin voru í London í gærkvöldi. Kjóllinn hennar var eftir Anitu Hirlekar. Rungano hlaut verðlaun fyrir kvikmyndina I Am Not A Witch. Anita Hirlekar er þekkt fyrir handgerðar, litríkar og bróderaðar flíkur. Kjóll Rungano er svartur blúndukjóll með hvítum og fjólubláum smáatriðum. Skemmtilegur kjóll sem hlaut mikla athygli, en Rungano var ein sú best klædda á hátíðinni. Anita eyddi næstum því áratug í London, þar sem hún lærði fata- og textílhönnun í Central Saint Martins. Nú er hún flutt aftur heim til Íslands þar sem hún rekur verslun- og sýningarrými með Magneu Einarsdóttur á Garðarstræti 2. Það er alltaf einstaklega ánægjulegt að sjá íslenska hönnun fá athygli út fyrir landsteinana, og þá sérstaklega á svona stórum viðburði eins og BAFTA-verðlaunin eru.
BAFTA Mest lesið Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Alicia Keys svarar Adam Levine fullum hálsi Glamour Mesti töffarinn í tískuheiminum í dag Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour