Guðmundur Ingi og Halldóra Geirharðsdóttir ráðin til LHÍ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 19:02 Halldóra og Guðmundur hafa komið víða við á löngum ferli innan sviðslistanna. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands. Ráðningar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið ráðinn lektor í leiklist við Listaháskóla Íslands og Halldóra Geirharðsdóttir prófessor í leiktúlkun við sama skóla. Þetta kemur fram á vef Listaháskólans. Guðmundur hefur verið ráðinn lektor í leiklist með áherslu á aðferðir samtímasviðslista við sviðslistadeild Listaháskólans. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu fimm þeirra hæfi. Á vef Listaháskólans kemur fram að Guðmundur hafi viðamikla þekkingu og reynslu á sínu sérsviði sem leikari, hafi miðlað verkum sínum á fagvettvangi auk þess að hafa þekkingu á straumum og stefnum í samtíðasviðslistum. „Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga, í kvikmyndum og sjónvarpi bæði hérlendis og erlendis. Auk þess hefur hann töluverða reynslu af leikstjórn á sviði og í útvarpi.“ Guðmundur hefur nokkra kennslureynslu á háskólastigi auk kennslu á framhaldsskólastigi. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands, meistaragráðu í sviðslistum frá Goldsmith, University of London og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið ráðin prófessor í leiktúlkun við sviðslistadeild. Alls sóttu níu um stöðuna og hlutu sex þeirra hæfi. Í tilkynningu Listaháskólans segir: „Halldóra hefur verið fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu frá 1996 þar sem hún hefur leikið í fjölda leiksýninga, oft í burðarhlutverkum. Hún hefur verið meðhöfundur að fjölda leiksýninga þar á meðal Jesús Litla sem var valin sýning ársins á Grímunni 2010. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Billy Elliot 2015 og Edduverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus 2014. Auk þessa hefur Halldóra hefur nokkra reynslu í leikstjórn.“ Þá hefur Halldóra nokkra kennslureynslu á háskólastigi. Halldóra lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Íslands.
Ráðningar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira