Starfsmaður barnaverndar úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:59 Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07