Íbúðum fjölgaði um 1800 á síðasta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:23 Þessi mynd Íbúðalánasjóðs sýnir fjölgun íbúða eftir sveitarfélögum árin 2016 og 2017. íbúðalánasjóður Íbúðum hér á landi um tæplega 1800 á síðasta ári eða um 1759. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1580 árið 2016 og er aukningin því tæplega 200 íbúðir á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðum fjölgaði mest í Mosfellsbæ eða um 401 íbúð. Aukning hefur verið í fjölgun undanfarin ár en fjölgunin er þó hægfara í samanburði við eftirspurn. Þá var fjölgun íbúða í fyrr enn undir meðaltali síðustu tveggja ára. Hvað sveitarfélögin varðar þá kom Reykjavík á eftir Mosfellsbæ þar sem íbúðum fjölgaði um 322 í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár. „Til samanburðar fjölgaði íbúðum í borginni um 635 árið 2016. Kópavogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölgaði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17.000 árin 2017-2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölgaði um tæplega 1.800 í fyrra má draga þá ályktun, sé tekið mið af niðurstöðum skýrslunnar, að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Eins og áður hefur komið fram er afar ólíklegt að uppbyggingarhraðinn verði nægjanlegur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almennings fyrir íbúðir,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár.ÍbúðalánasjóðurSigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir tölurnar áhyggjuefni. „Séu þær bornar saman við nýja greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að líklega verður enn mikill skortur á íbúðum næstu 2-3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýna að langtímasýn og áætlanagerð í húsnæðismálum hefur verið ábótavant og að skortur hefur verið á áreiðanlegum upplýsingum.Tölurnar sýna okkur hversu mikilvægt það er að sveitarfélög marki stefnu í húsnæðismálum og geri áætlanir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningu. Húsnæðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Íbúðum hér á landi um tæplega 1800 á síðasta ári eða um 1759. Til samanburðar fjölgaði þeim um 1580 árið 2016 og er aukningin því tæplega 200 íbúðir á milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. Íbúðum fjölgaði mest í Mosfellsbæ eða um 401 íbúð. Aukning hefur verið í fjölgun undanfarin ár en fjölgunin er þó hægfara í samanburði við eftirspurn. Þá var fjölgun íbúða í fyrr enn undir meðaltali síðustu tveggja ára. Hvað sveitarfélögin varðar þá kom Reykjavík á eftir Mosfellsbæ þar sem íbúðum fjölgaði um 322 í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár. „Til samanburðar fjölgaði íbúðum í borginni um 635 árið 2016. Kópavogur er í þriðja sæti í fjölgun íbúða í fyrra, en íbúðum í bænum fjölgaði um 269 í fyrra borið saman við 168 árið 2016. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17.000 árin 2017-2019 til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Nú þegar liggur fyrir að íbúðum fjölgaði um tæplega 1.800 í fyrra má draga þá ályktun, sé tekið mið af niðurstöðum skýrslunnar, að íbúðum þyrfti að fjölga um um það bil 15.000 í ár og næsta ár, 2018 og 2019, til að mæta að fullu þörf og uppsöfnuðum skorti. Eins og áður hefur komið fram er afar ólíklegt að uppbyggingarhraðinn verði nægjanlegur næstu tvö árin til að það náist að mæta þörf almennings fyrir íbúðir,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs.Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur orðið aukning í fjölgun íbúða undanfarin ár.ÍbúðalánasjóðurSigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs segir tölurnar áhyggjuefni. „Séu þær bornar saman við nýja greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að líklega verður enn mikill skortur á íbúðum næstu 2-3 árin. Þessar nýju tölur um fjölgun íbúða sýna að langtímasýn og áætlanagerð í húsnæðismálum hefur verið ábótavant og að skortur hefur verið á áreiðanlegum upplýsingum.Tölurnar sýna okkur hversu mikilvægt það er að sveitarfélög marki stefnu í húsnæðismálum og geri áætlanir um hvernig þau ætla að mæta þeim mikla skorti sem ríkir á húsnæðismarkaði. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru lykilþáttur í því að stuðla að stöðugleika og sjá til þess að framboð húsnæðis mæti eftirspurn,“ er haft eftir Sigríði í tilkynningu.
Húsnæðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira