„Vissi að hún getur klárað svona úrslit“ Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 13:15 Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti