Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Birgir Olgeirsson, Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 18:30 Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga, er samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands. Hún neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst. Sunna er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Farbann Sunnu er tilkomið af því að hún er grunuð um aðild að eiturlyfjasmygli samkvæmt heimildum fréttastofu en hún neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. „Ég get ekkert tjáð mig um það. Ég hef ekki fengið tilkynnta hvaða stöðu ég hef í þessu máli. Lögmaðurinn minn hefur ekki upplýst mig um það,“ segir Sunna.„Það er flökkusaga“ Hún segist ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ segir Sunna.Frá Malaga hvar Sunna Elvíra er á sjúkrahúsi.Vísir/EgillTilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglunni í Alicante sem fer með rannsókn málsins hafa ekki borið árangur en heildarrannsóknin snýr að fíkniefnastarfsemi þar í borg. „Málsgögnin í þessu máli eru lokuð þannig að ekki einu sinni lögmaðurinn minn sem á að verja mig veit ekki hvað hann á að verja mig fyrir. Og ég veit það ekki einu sinni.“ Viðræðum lögregluyfirvalda á Íslandi og Spáni um að færa rannsókn málsins til Íslands hefur verið haldið áfram í dag en með þeim hætti væri hægt að koma Sunnu undir læknishendur á Íslandi.Innbrotsþjófur virðist hafa kveikt upp í arninum Sunna bjó með eiginmanni sínum í borginni Marbella sem er í tæplega klukkustundar fjarlægð frá Malaga. Heimilið var sett á sölu eftir slysið en brotist var inn í það í gær.Húsið sem Sunna Elvíra og eiginmaður hennar bjuggu í.Vísir/EgillEnginn er að sögn Sunnu grunaður um verknaðinn en vegna þess að húsið er á sölu höfðu allir persónulegir munir verið fjarlægðir og engu var stolið. Innbrotsþjófurinn virðist ekkert annað hafa gert en að kveikja upp í arninum.Vonbrigði að komast ekki á annan spítala Sunna hefur verið á sjúkrahúsi á Malaga frá því hún slasaðist alvarlega en sjúkrahúsið er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða. Hafa vonir staðið til að Sunna verði flutt á hátæknisjúkrahús á Spáni og var búist við að úr því yrði í dag. Svo fór ekki og segir Sunna það gífurlega vonbrigði. Sunna hafði beðið eftir þessum flutningum í tíu daga eða frá því að flutningarnir beint á spítalann til Toledo voru stöðvaðir af rétt áður en hún átti að leggja af stað vegna þess að hún þurfti fyrst að fara til Sevilla. „Ég hreinlega bara brotnaði niður og grét fyrir framan sendiherrann og konsúlinn. Vonbrigðin voru það mikil,ֱ“ segir Sunna.Sjúkraþjálfari ekki velkominn Þá var henni einnig tilkynnt að sjúkraþjálfarinn sem utanríkisráðuneytið hafði útvegað væri ekki velkominn á spítalann. „Maður verður sár og leiður að það sé eins og þeim sé alveg sama um mig. Ég var rosalega vongóð þegar sjúkraþjálfarinn fór frá mér í gær. Hann var búinn að setja upp program að reisa mig upp í rúminu og kenna mér aðferð til að stjórna. En nei, hann má ekki koma til mín aftur.“Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París.Vísir/EgillKristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. Hann fór frá Spáni í dag eftir að hafa unnið í máli Sunnu í þrjá daga. Hann segist áfram ætla að fylgjast með málinu og telur að mögulega verði hægt að greiða fyrir umsókninni. Þá hefur sjúkraþjálfarinn verið beðinn um að mæta á spítalann og sinna Sunnu þrátt fyrir tilmæli starfsmanna. Hvort sjúkraþjálfarinn geri það verði að koma í ljós. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga, er samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands. Hún neitar þó allri vitneskju. Mál Sunnu hefur vakið athygli flestra landsmanna frá því hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni þann 17. janúar síðastliðinn. Sunna Elvíra hlaut mænuskaða í því slysi og er lömuð fyrir neðan brjóst. Sunna er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Farbann Sunnu er tilkomið af því að hún er grunuð um aðild að eiturlyfjasmygli samkvæmt heimildum fréttastofu en hún neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. „Ég get ekkert tjáð mig um það. Ég hef ekki fengið tilkynnta hvaða stöðu ég hef í þessu máli. Lögmaðurinn minn hefur ekki upplýst mig um það,“ segir Sunna.„Það er flökkusaga“ Hún segist ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ segir Sunna.Frá Malaga hvar Sunna Elvíra er á sjúkrahúsi.Vísir/EgillTilraunir til að fá upplýsingar frá lögreglunni í Alicante sem fer með rannsókn málsins hafa ekki borið árangur en heildarrannsóknin snýr að fíkniefnastarfsemi þar í borg. „Málsgögnin í þessu máli eru lokuð þannig að ekki einu sinni lögmaðurinn minn sem á að verja mig veit ekki hvað hann á að verja mig fyrir. Og ég veit það ekki einu sinni.“ Viðræðum lögregluyfirvalda á Íslandi og Spáni um að færa rannsókn málsins til Íslands hefur verið haldið áfram í dag en með þeim hætti væri hægt að koma Sunnu undir læknishendur á Íslandi.Innbrotsþjófur virðist hafa kveikt upp í arninum Sunna bjó með eiginmanni sínum í borginni Marbella sem er í tæplega klukkustundar fjarlægð frá Malaga. Heimilið var sett á sölu eftir slysið en brotist var inn í það í gær.Húsið sem Sunna Elvíra og eiginmaður hennar bjuggu í.Vísir/EgillEnginn er að sögn Sunnu grunaður um verknaðinn en vegna þess að húsið er á sölu höfðu allir persónulegir munir verið fjarlægðir og engu var stolið. Innbrotsþjófurinn virðist ekkert annað hafa gert en að kveikja upp í arninum.Vonbrigði að komast ekki á annan spítala Sunna hefur verið á sjúkrahúsi á Malaga frá því hún slasaðist alvarlega en sjúkrahúsið er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða. Hafa vonir staðið til að Sunna verði flutt á hátæknisjúkrahús á Spáni og var búist við að úr því yrði í dag. Svo fór ekki og segir Sunna það gífurlega vonbrigði. Sunna hafði beðið eftir þessum flutningum í tíu daga eða frá því að flutningarnir beint á spítalann til Toledo voru stöðvaðir af rétt áður en hún átti að leggja af stað vegna þess að hún þurfti fyrst að fara til Sevilla. „Ég hreinlega bara brotnaði niður og grét fyrir framan sendiherrann og konsúlinn. Vonbrigðin voru það mikil,ֱ“ segir Sunna.Sjúkraþjálfari ekki velkominn Þá var henni einnig tilkynnt að sjúkraþjálfarinn sem utanríkisráðuneytið hafði útvegað væri ekki velkominn á spítalann. „Maður verður sár og leiður að það sé eins og þeim sé alveg sama um mig. Ég var rosalega vongóð þegar sjúkraþjálfarinn fór frá mér í gær. Hann var búinn að setja upp program að reisa mig upp í rúminu og kenna mér aðferð til að stjórna. En nei, hann má ekki koma til mín aftur.“Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í París.Vísir/EgillKristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. Hann fór frá Spáni í dag eftir að hafa unnið í máli Sunnu í þrjá daga. Hann segist áfram ætla að fylgjast með málinu og telur að mögulega verði hægt að greiða fyrir umsókninni. Þá hefur sjúkraþjálfarinn verið beðinn um að mæta á spítalann og sinna Sunnu þrátt fyrir tilmæli starfsmanna. Hvort sjúkraþjálfarinn geri það verði að koma í ljós.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Utanríkisráðuneytið hefur vísað beiðni um að íslensk stjórnvöld geti ábyrgst Sunnu hér á landi til dómsmálaráðuneytisins. 14. febrúar 2018 18:01
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent