Sony dreifir Herra Hnetusmjöri um Norðurlöndin Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. febrúar 2018 08:00 Herra Hnetusmjör gæti opnað dyrnar fyrir íslenskt popp á Norðurlöndunum með samningnum. VÍSIR/ERNIR „Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi. Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
„Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.
Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira