Fréttablaðið opnar vefmiðil Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Blaðamaður vinnur nýja frétt á frettabladid.is. Vísir/Stefán Fréttablaðið hefur opnað nýjan fréttamiðil, frettabladid.is. Er það lifandi fjölmiðill og glæný viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru. Allar fréttir blaðsins birtast á vefnum á morgnana og blaðamenn standa vaktina á vefnum frá morgni til kvölds. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þar sem lögð er áhersla á áreiðanlegan og vandaðan fréttaflutning og lýtur vefmiðillinn sömu ritstjórnarreglum og markmiðum. „Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót. Frábært teymi hönnuða, forritara og blaðamanna hefur í sameiningu unnið að uppsetningu og hönnun vefsins. Fréttablaðið.is er afar vandaður og aðgengilegur fjölmiðill og við hlökkum mjög til framhaldsins,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, og bendir á að margt sé fram undan. „Minningargreinar hafa hingað til ekki verið nægilega aðgengilegar lesendum. Við munum því bjóða fólki að senda greinar inn á vefinn, án endurgjalds. Einnig höfum við opnað nýjan fasteignavef; fasteignir.frettabladid.is. Þetta er aðeins hluti nýjunga sem boðið verður upp á.“ Fréttablaðið.is er skipað öflugri og sjálfstæðri ritstjórn. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri vefsins. Hún er ánægð með hvernig til hefur tekist. „Ritstjórnin er virkilega öflug og skipuð afar vönduðum blaðamönnum. Við hlökkum öll til komandi tíma,“ segir Sunna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn formlega klukkan 11.30 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fréttablaðið hefur opnað nýjan fréttamiðil, frettabladid.is. Er það lifandi fjölmiðill og glæný viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru. Allar fréttir blaðsins birtast á vefnum á morgnana og blaðamenn standa vaktina á vefnum frá morgni til kvölds. Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins þar sem lögð er áhersla á áreiðanlegan og vandaðan fréttaflutning og lýtur vefmiðillinn sömu ritstjórnarreglum og markmiðum. „Við erum himinlifandi með þessa nýju viðbót. Frábært teymi hönnuða, forritara og blaðamanna hefur í sameiningu unnið að uppsetningu og hönnun vefsins. Fréttablaðið.is er afar vandaður og aðgengilegur fjölmiðill og við hlökkum mjög til framhaldsins,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, og bendir á að margt sé fram undan. „Minningargreinar hafa hingað til ekki verið nægilega aðgengilegar lesendum. Við munum því bjóða fólki að senda greinar inn á vefinn, án endurgjalds. Einnig höfum við opnað nýjan fasteignavef; fasteignir.frettabladid.is. Þetta er aðeins hluti nýjunga sem boðið verður upp á.“ Fréttablaðið.is er skipað öflugri og sjálfstæðri ritstjórn. Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri vefsins. Hún er ánægð með hvernig til hefur tekist. „Ritstjórnin er virkilega öflug og skipuð afar vönduðum blaðamönnum. Við hlökkum öll til komandi tíma,“ segir Sunna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opnar vefinn formlega klukkan 11.30 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira